föstudagur, mars 20, 2009

Dagur 16 ár 5 (dagur 1841, færzla nr. 774):

Það fæddist um daginn lamb með tvo hausa. Ég sá það í fréttum. Þeir segja að það séu 30 ár síðan slíkt gerðist síðast.

Aha. Ég vissi ekki að það væru 30 ár síðan 1984 (eða var það 5?). Það var nefnilega þá sem seinast fæddist lamb sem leit svona út. Ég man eftir því. Ég sá það í sjónvarpinu þá. Varla biðu þeir með þá frétt í 5 ár áður en þeir ákváðu að segja frá þessu?

Svona eru fréttirnar.

***

Nú fer að líða að kosningum. Ég bíð eftir að því að lýðræði verði leitt inn í lög, svo 1/20 af þjóðinni þurfi ekki að kjósa til að fá 1/63 af þingsætunum. Það er þannig núna, og þykir af yfirvaldinu vera mjög sniðugt og lýðræðislegt fyrirkomulag.

Nei, maður þarf að vera sköllóttur rafvirki til að halda það.

Hvernig væri "einn maður, eitt atkvæði?" Þeir voru að berjast fyrir því í Suður Afríku fyrir 20 árum. Mandela og có. Og þeir fengu það. Við getum ekki verið eftirbátar Afríku, er það?

***

Það má búast við að bandaríkjadollar hrynji í verði á þessu ári. Um allt að 100%. Sem verður ágætt fyrir útflutningsatvinnuvegina hjá kananum. Það sem veldur er væntanlegt offramboð.

Reyndar grunar mig sterklega að í framtíðinni verði USA svona eins og Brasilía er núna. Slatti af ríkum köllum á brynvörðum bílum og heill helvítis hellingur af alvarlega fátæku liði, og glæpatíðnin þar alveg sky high.

Sko, iðnaðurinn er allur að slappast, atvinnuleysi er að aukast, löggum fer fækkandi af því skattgreiðendum fer fækkandi sem þýðir fleiri glæpir, skotvopnaeign verður kennt um það sem þýðir átök til að fækka þeim svo að að þeim fækkar aðeins í umferð sem þýðir fleiri glæpir sem þýðir meira vesen.

Smásala forðar sér náttúrlega úr sístækkandi glæpahverfum sem þýðir að það verður nokkuð ferðalag í búðir, sem gerir það meiri raun að búa í þeim en ella.

Það verður gott upp úr því að hafa að reka fangelsi. Og Blackwater (eða hvað sem það heitir núna) þarf ekki að leita að vinnu utan lands.

***

Hvað ætli það verði langt þar til það fer að bera á almennilegum óeirðum í Evrópu? Varla langt. Ekki nema allir þar séu of fullir til að nenna því.

So er bara spurning um tíma áður en Kínverju dettur í hug að fara með hernaði eitthvert. Taivan, til dæmis. Eitthvað verða atvinnuleysingjar þar að gera.

Eftir svona hundrað ár verður Asía svo búin að taka við af vesturlöndum. Þau verða öll bara eins og Suður Ameríka er núna, öll bjöguð, ofbeldisfull og skrýtin, á meðan einhverjir Indverjar og Kínamenn eiga alla peningana. Það verður samt svolítið Suður Ameríkulegt.

Við getum farið að framleiða brynvarða bíla fyrir þá gaura fljótlega, held ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli