Dagur 23 ár 5 (dagur 1848, færzla nr. 776):
Þá er ég búinn að sjá afkvæmi Guðlaugar. Hann gretti sig bara.
Það er annars voða fátt að segja um svona krakka. Þeir eru allir eins; liggja bara og baða út öllum öngum.
***
Það eru páskar í næsta mánuði. Páskaeggin eru búin að vera til í mánuð - ef ekki lengur.
Hvernig er það nú með þessa hátíðisdaga, eiga þeir allir að fara að teygja sig yifr í næsta mánuð á undan? Jólin dyrja næstum í október, nú á að byrja að undirbúa Páska í mars. Hvað næst? Verður byrjað að selja rjómabollur í byrjun Janúar?
Gæti verið að það þurfi bara fleiri svona hátíðisdaga með einhverri sér neyzluvöru?
Hmmm....
Hvernig væri að allir byrjuði að borða 17 júní ís?
Eða 1. maí grillaðar pylsur?
Spes gos í tilefni af sumardeginum fyrsta?
Notum svo hvert tækifæri til að sprengja kínverja.
Það verður nóg af kínverjum til að sprengja eftir ekkert of langan tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli