Dagur 4 ár 5 (dagur 1829, færzla nr. 771):
Ég var að spá í að mæta í veisluna hjá Fáfni, en það var í Hafnarfirðinum... svolítið langt. Að vísu hefði ég geta keyrt - þetta virðast vera miklir templarar. Bjóða upp á gos og pylsur, en ekki bjór eins og annað fólk. Sem sagt, í hæsta máta óvenjulegt fólk, engin furða að Ríkið vilji ekki fá þá til landsins.
***
Var í einhverju skralli á föstudaginn. Fékk bók þar, sem ég mun lesa þegar ég hef til þess tíma.
Fékk bók um daginn líka, frá gæjanum á efri hæðinni. Hann var svo ánægður með það að ég hjálpaði honum á fætur eftir að hann datt á hausinn og valt alla leið niður í kjallara þegar hann kom heim eftir eitthvert fylleríið.
Skoða það í góðu tómi.
***
Já...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli