Dagur 9 ár 5 (dagur 1834, færzla nr. 772):
Hvað er skemmtilegt í heiminum í dag?
Ja, við höfum Mexíkana. Þeir drepa hvorn annan þar hraðar en Palestínumenn & Ísraelar núna, en það er minna talað um það. Af hverju?
Kannski er vandamálið of auðvelt viðureignar - gengin sækjast eftir yfirráðum yfir smyglleiðum og hverfum, á meðan lögreglan hindrar bæði gengin í að verða nógu stór og öflug.
Á meðan hvorugt gengið getur almennilega gengið frá hinu, þá halda óeirðirnar áfram. Og nú er herinn kominn í spilið. Vissuð þið að 150.000 manns hlupust úr mexíkanska hernum í fyrra?
Þeir fá ekki nóg borgað fyrir þetta.
Ef gengin yrðu látin í friði, þá myndu þau berjast á fullu þar til einungis eitt yrði eftir, og það gengi myndi stjórna með harðri hendi - en umtalsvert færri morðum. Kannski svona 1000 á ári vs. 6000 núna.
Eða Mexíkó gæti einfaldlega lögleitt fíkniefnin sem þeir eru að rífast um. Það er alveg vilji til þess. Vandinn liggur í hverjir nágrannarnir eru: Bandaríkjamenn. þeir yrðu brjálaðir ef allt dópið yrði lögleitt í mið & suður-ameríku. Og þeir dæla pening í suður-ameríku á fullu til þess að uppræta dóp-starfsemina.
Ég sé það ekki virka. Mexíkanar sjá það ekki virka. Kólumbíumenn sjá það ekki virka. Bandaríkjamenn sjá það ekki virka.
Þetta hljóta að vera vitleysingar. Meðalgreindur maður væri búinn að skifta um taktík núna. Fyrir löngu.
Skothríðin myndi minnka, og þetta myndi breytast í heilbrigðisvandamál, minna um sig en alkóhólismi.
Hvað um það.
Búumst við auknum glæpum um allan heim í framtíðinni. Það er kreppa. Svoleiðis lagað fylgir efnahagslægðum. Fleiri morð. Allur pakkinn. Viðbrögðin verða bönn við hinu og þessu.
Það er þegar búið að banna eiturlyf. Það má búast við að þau verði bönnuð meira. Skotvopn verða sennilega bönnuð meira en orðið er (sem ýtir undir ofbeldi - merkilegt nokk, það þýðir ekkert að fjölga bara lögreglunni, ekki nema það eigi að vera ein lögga á hverju horni, og það mun bara draga kreppuna á langinn,) svo verður allur vopnaburður bannaður - það er stefnan í Danmörku - með sömu áhrifum og í Bretlandi hér fyrir skömmu held ég.
Kannski á fólkið þetta bara skilið. Að vera nauðgað af hópi ofbeldismanna. Rollur, allt saman.
Ætli bjórinn verði ekki bannaður aftur á meðan ég lifi?
Miðað við greindarstigið í heiminum þá yrði ég ekkert of hissa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli