fimmtudagur, maí 07, 2009

Dagur 63 ár 5 (dagur 1888, færzla nr. 793):

Fann þetta á netinu áðan. Ég vissi ekki að þetta væri hægt. Gefur mér hugmyndir. Það er til dæmis ekkert mál að ljúga því að tollayfirvöldum að þetta sé antík. Þarf bara að láta skifta um stýri. Get fengið það hjá JC Whitney, held ég. Hmm... það batterí dílar hinsvegar með parta í Ford Mustang... en hey, það er lúkkið sem gildir.

***

Það er bókstaflega ótæmandi magn af teiknimyndum á netinu. Það vita allir sem nenna að hafa sig eftir þeim. Þær japönsku hafa það helst fram yfir hinar að hafa áhugaverðari söguþráð. Sá böggull fylgir þó skammrifi að allar persónurnar líta alveg eins út.

Oftast nær líta þær út eins og hárlaus köttur með Tina Turner hárkollu, eins og ég hef sýnt frammá myndrænt hér til hliðar. Og það er á góðum degi. Ég veit ekki af hverju þetta stafar.

Svo er útlitið á fígúrunum ekki í neinum takti við efnistökin - það er sama hve krípí og/eða ofbeldisfullt plottið er, alltaf líta allir út eins og karakterar úr pókemon.

Önnur aukaverkun af því að allir eru eins, er að þá er erfitt að þekkja alla karaketrana í sundur. Sem er líklega ástæða þess að sumir eru með grænt hár. Til þess að þekkjast frá þeim sem eru með blátt hár. Sem aftur þekkjast þannig frá þeim sem eru með bleikt hár.

Hver vill ekki vera með bleikt hár? Og augun maður! Græn augu eru algeng, en það er líka alveg til fólk með græn augu. En svo eru þessir með rauð augu, eða gul, eins og einhverjir lemúrar. Og ekkert nauðsynlega með augasteina heldur. Þá er maður kominn með eitthvert dímonískt skelmi sem lítur út eins og disney versionin af skoffíni.

Sem hljómar reyndar miklu betra en það er í raun.



Þetta er í stórum dráttum vandinn. Svo maður fer að hugsa: var þessi ekki dauður? Nei, það var tvífari hans. Eða þrífari...

Disney reddar þessu á einfaldan hátt: gaurinn með gogginn er öðruvísi en sá sem er með eyru eins og skyggnir. Og svo er gaurinn sem er í raun önd, og ég veit ekki hvaða kvikyndi sumir þarna eiga eiginlega að vera. Eitthvað sem einhvern hefur dreymt á einhverju sýrutrippi kannski?

Og þetta versnar bara. Það er dauðanum erfiðara að þekkja sundur raddirnar, sérstaklega milli kvenpersónanna, því þær hljóma allar eins og Snar & Snöggur. Ja, flestar. Svo er kynjaskiftingin oft algjör - annað hvort bara karlpersónur eða kvenpersónur. Horror. Það sem gerist þá, er að þú hefur nokkrar kvenpersónur sem líta alveg eins út og hljóma allar eins, nema hvað ein er með grænt hár, ein með blátt hár og ein með gult hár, augu á stærð við súpuskálar og ekkert nef, og þær finna einhverja ástæðu til að limlesta hvor aðra á blóðugan hátt.

Og þá er þetta allt í einu orðið þess virði.

***

Veit einhver hérna hvað 95% öryggisbil er? Ég hef nokkuð góða hugmynd um það. Held ég. Vona ég.

Fyrir þá sem ekki vita, þá er það svo að í hvert skifti sem maður tekur handahófsúrtak eftir vissri aðferð eru 95% líkur á að meðalatal þýðisins sé innan þess.

Sem segir okkur það að 5% af úrtökunum eru einhversstaðar úti á engi.

Það er svosem hægt að stilla þetta af, en mér skilst að 95% sé mest notað. 99% er of þröngt skilyrði, 90% er of vítt. Eða svo segja þeir.

***



Þú veist að þú drukkið of mikið þegar...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli