mánudagur, maí 11, 2009

Dagur 67 ár 5 (dagur 1892, færzla nr. 796):

Nú fer vondulagakeppnin að byrja aftur. Ég heyri Íslenska lagið suða í útvarpinu á hverjum morgni - vegna þess að ég get valið um að hafa stillt á bylgjuna eða FM, og ég fæ klígju af FM.

Það er vont.

Öðru hvoru heyrist lagið sem komst ekki áfram í Danmörku. Það höfðar ekki til mín heldur.

Mér finnst einhvernvegin eins og menn séu að vonast til að fá stig fyrir klaufalegasta lagið. Eða það bjánalegasta. Sumir gera þetta viljandi finnst mér einhvernvegin. Ég held að það sé málið. Sylvía Nótt var alveg rétta persónan til að senda yfir.

Fólk hérna tekur þetta stöff of alvarlega.



Þetta er alveg boðlegt í Júróvisjón.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli