Dagur 81 ár 5 (dagur 1906, færzla nr. 801):
Af hverju fer enginn og sparkar í þessa gaura? Bara til þess að sýna þeim fram á hve miklir vitleysingar þeir eru.
Það sem þeir eru að segja er: "Sjáið, við eigum atómsprengju!"
Við vissum það. Só? Ætlast þeir til að einhver segi eitthvað gáfulegt núna? Eitthvað militant, Kannski? Það verður ekki gert.
Nei, það er ekki til árásargirni í heiminum - nema þú sért arabi. Þeir eru öflugir. Akkúrat núna sé ég ekki betur en að þeir séu að berja á pakistönum, og virðist ganga vel.
Ekki svosem að það skifti máli. Allir vita að Kóreumenn hafa ekki getu til að skjóta þessum sprengjum sínum nema hálfa leið yfir eigin landhelgi. Geislavirknin gæti pirrað japani, en þeir eru örugglega komnir með smá þol. Hver veit, kannski gerir smá geislavirkni japönum bara gott. Þeir gætu stækkað eitthvað við það. Eins og allir vita þá getur hlaupið ofvöxtur í lífverur sem verða geislavirkar.
Oftast heitir það nú krabbamein - en það er aukaatriði.
Hugsum okkur það aðeins: N-Kóreumenn ná að gera alla Japani geislavirka, sem veldur því að japanir vaxa upp úr öllu valdi, svo mjög að þeir geta ekki lengur föndrað við að búa til steríógræjur og vélmenni, sem gerir þá auðvitað mjög pirraða, svo þeir vaða yfir hafið og stompa Pyongyang.
Æðislegt. Vandamál leyst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli