Dagur 75 ár 5 (dagur 1900, færzla nr. 800):
Nú vilja kommarnir sem svo margir kusu á þing setja á sérstakan sykurskatt. Til þess að ýta undir verðbólgu. Ja, það er það sem gerist. Þeir segja að þetta eigi að minnka tannskemmdir. Ég fæ ekki séð hvernig þeir fá það út. Ef fólk getur ekki burstað í sér tennurnar án sérstaks sykurskatts, mun það ekki bursta í sér tennurnar með sérstökum sykurskatti.
Annað sem fær mig til að hugsa: gefum okkur nú að þessir asnar trúi því í alvöru að þetta sé sykuráti og sýruinntöku að kenna, þá er skattlagning á gosdrykki og hluti sem bragðbæta te bara byrjunin.
Já, næst: ávextir.
Pælið aðeins í því; ávextir, svosem epli, appelsínur, bananar og slíkt innihalda alveg helling af deadly tannskemmandi sykri og sýrum. Augljóslega þarf því að setja álögur á slíkar vörur til að fólk fari ekki að fara sér að voða með því að japla á þeim.
Svo eru tómatar og gúrkur. Þetta tvennt er löðrandi í tannskemmandi sýrum.
Nú, ef á að fara alla leið í vitleysunni, þá er fitan næst. Allt nema ómega 3 er deadly stuff sem drepur alla sem þess neyta langt fyrir 150 ára aldur. Sem þýðir: engar mjólkurafurðir, ekkert kjöt, enginn þorramatur. Bara soðið kál. Sem má ekki salta, því salt er banvænt.
Alveg eins og á Kúbu... fyrir utan sykurinn. Á Kúbu er sykur niðurgreiddur - fólk fær að kaupa einhver ósköp af sykri á hálfvirði þar, og það er það eina sem er alltaf til.
Kannski er það draumur nýju vinstristjórnarinnar? Ísland: Sykurlaus Kúba?
Bragðdauft líf, það.
Við deyjum ekki úr hjartaáföllum tilkomnum af þorramat. Nei. Við drukknum á leið úr landi á fleka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli