Dagur 59 ár 5 (dagur 1884, færzla nr. 791):
Datt í hug að skella inn nokkrum myndum sem ég hef verið að sanka að mér. Svona úr því ég var að sanka þeim að mér. Þetta er Cassini, held ég. Það er tungl sem sveimar umhverfis einhvern af þessum hnöttum þarna úti. Er ekki alveg nógu vel að mér um allt það til að geta sagt án þess að tékka á því. En þetta er flott mynd.
Þetta er ástæðan fyrir því að alltaf er verið að senda farartæki út í geiminn: til að taka svona áhugaverðar myndir af himintunglum.
Þetta fyrirbæri aftur heitir því hljómþýða nafni M42 Christensen. Ég er fyrir löngu búinn að gleyma hvað þetta er, en þar sem þið hafið heitið á þessu ætti að vera létt verk að fletta því upp. (Og þar með eruði föst í wikipediu í klukkutíma minnst. Það er a.m.k það sem gerist alltaf þegar ég kíki á það fyrirbæri)
Augljóslega eru þetta stjörnur. Hellingur af þeim. Svífandi um í geimnum. Það verður að hafa svoleiðis.
Já. Í sólkerfi langt langt í burtu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli