föstudagur, ágúst 20, 2004

Dagur 170:

Heitt. Of heitt. En samt, af einhverjum orsökum er eitthvað sem dregur mig til aðfara út, og vera í þessu, þó það sé of heitt.

Hef hundinn með. Fer niður í fjöru, og fylgist með dýrinu hlaupa út í sjó.

Hundurinn þefar alltaf af öllum dauðu fuglunum. Var þarna um daginn. Þá höfðu hestamenn verið á ferli. Maður þekkir hestamenn alltaf úr. Þeir fíla sig best í djúpum skít. Skilja hann eftir hvar sem þeir geta komið því við.

En hvað um það. Hestamenn höfðu skilið eftir sínar afurðir, og þetta sér hundurinn. En sniðugt, hugsar dýrið; ég held ég taki þetta upp og labbi með það smá spöl.

Ógeðslegt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli