Dagur 177:
72 kíló. Skrítið. ég var 75 þegar ég kom hingað - það var í mai, ef ég man rétt, sem ég geri trúlega ekki. Er samt alltaf saddur. Skortur á snúðum og öðru slíku krappi býst ég við. Amma heimtar alltaf að ég borði yfir mig. Veit ekki af hverju.
Svo var ég að glápa á fréttirnar, að venju.
Ríkið lánar fólki pening, með vöxtum. Þetta gerist í gengum íbúðarlánasjóð, eða einhverja aðra stofnun sem heitir sjóður. Ríkið sér að vextirnir eru að sliga fólk. Svo ríkið gefur fólki vaxtarbætur.
Afhverju ekki bara að lækka vextina? Vegna þess að þetta er Ríkið. Ekki fyrirtæki. Þetta var svona með brennivínið líka. Um leið og bjórinn var leyfður bötnuðu drykkjusiðir íslendinga til muna. Drykkja jókst jú, auðvitað, það þarf meira magn í lítrum af bjór til að ölva sig upp, en líðan manna almennt á fylleríum batnaði.
Þegar börum var leyft að vera opnum alla nóttina minnkuðu lætin í miðbænum um meira en helming.
Segið svo að frjálshyggja borgi sig ekki.
Á hinn bóginn fannst mér mjög gaman að fylgjast með barbörunum koma út af börunum, ofurölvi af kappdrykkju, skapvondir, ælandi, óstöðugir... Mikið fjör á að horfa. Þessi skemmtun leið undir lok þegar barirnir fengu leyfið.
Ah, skuggahliðar frjálshyggjunnar... maður verður að fá sína sadísku ánægju annarsstaðar frá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli