Dagur 172:
100 bloggið. Þvílík gífurleg tímamót. Að nenna þessu. En svo hugsa ég: hey, ef ég hefði skrifað alltaf 1 síðu af svona þvaðri, þá væri ég nú kominn með bók sem ég gæti gefið út um jólin. Geri það næst.
Jæja, ég gróf upp... fékk upp í hendurnar smá lesefni: http://www.johntaylorgatto.com/underground/toc1.htm
Jæja. Hvað um það. Lundapysjutíminn stendur yfir. Hef séð nákvæmlega eina pysju á röltinu, og sú stökk út í sjó og synti burt svo ég náði henni ekki. Hún fór þó út í sjó. Var það ekki anars hugmyndin?
Annars hafa flestar þær pysjur sem ég hefi séð verið dauðar. Fann eina uppi í klettum. Það var sú eina sem var ekki hauslaus. Hún var ámóta dauð fyrir því. Hefur trúlega flogið á bjargið ofan úr heimakletti. Svo lá hún bara þarna eins og fugl á eggi.
Og það er ennþá svona gott veður, heitt og sólríkt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli