þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Dagur 174:

Það er að kólna. Loksins. Ég var nú búinn að spá því að framtíðin yrði hlý; næstu 4-600 ár eða svo. Vegna hitasveiflna sem verða í gegnum árþúsundin. Það var hlýtt hér á landnámsöld, þið munið. Grænland stóð undir nafni til 13hundruð og eitthvað. Svo kólnaði, og veðrið varð eins og það hefur verið fram að þessu. Smá auka-kuldakast í kringum 1600-1700, ef mér skjöplast ekki.

Það eru ekki allir jafn bjartsýnir og ég. (Og hér er ég, haldandi að ég sé bara mjög svartsýnn). Sumir halda því fram að bráðnun jökla eigi eftir að breyta hafstraumum, og koma af stað nýrri ísöld, svona eins og í teiknimyndinni. Sem þýðir, að það verður bara til ein hneta, og hún verður stór, og óbrjótandi.

Já. Sömu aðilar eru alltaf að tala um að einn daginn, sennilega á mánudaginn, muni halastjarna rekast á jörðina, og við munum öll deyja. Þar áður muni vissar eyjar í miðju Atlantshafi hrynja til grunna, og koma þannig af stað gífurlegri flóðbylgju sem mun eyða öllum byggðum bólum sem snúa að Atlandshafinu. Hvort þetta allt gerist svo fyrir eða eftir að ísöld skellur á veit ég ekki.

Og djöfull er ég búinn að skrifa mikið núna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli