Dagur 176:
Það var einhver gæi að reyna að lifa af Macdónalds hamborgurum eingöngu í mánuð. Gerði mynd um það. Hann varð veikur af því. Hann vill sjálfur meina að þeir séu eitraðir.
Að einhverju leiti er það rétt hjá honum. Hamborgarinn sjálfur, kjötið, er bara kjöt. Brauðið er bara brauð. Sósurnar eru mestmegnis kólestról, nema tómatsósan, hún er bara tómatsósa.
Frönskurnar hinsvegar, stór hluti af máltíðinni, eru deadly.
Þær eru soðnar uppúr feiti. Feiti breytist við suðu. Því meira sem feitin er soðin, því meira breytist hún. Og hún breytist í allskyns krabbameinsvaldandi efni, próteinin í henni lengjast og/eða styttast, atóm sem mynda hringi slitna og mynda strengi.
Eftir viku suðu eða svo er olían enn olía, bara ekki matarolía. Þetta hefur verið vitað lengi. Og í þessu eru frönskurnar steiktar.
Engin furða að manninum hafi liðið hálf-illa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli