Dagur 24 ár 4 (dagur 1119, færzla nr. 533):
Kosningum um stækkun álversins lauk með 88 atkvæða mun. 88 af 16.000. Frábært. Það er jafnt. 76% kjörsókn... heh. Hvað svo? Ekki fer álverið. Það kostar. Nema það virkilega svari kostnaði að rífa þetta og byggja annað annarsstaðar.
Nú mæli ég með að fólk í Þorlákshöfn og nágrenni byrji að rabba aðeins við alcan. Bjóða þeim pláss fyrir svona mlljón tonna álver. Það er góður staður, Þorlákshöfn. Það er náttúrlega höfn, nánast enginn gróður sökum saltroks, og fullt af söndum þar sem býr enginn svo langt sem augað eygir.
Og: það er stutt í rafmagn.
Reynir var að tjá sig um rafmagn áðan - hann á nú að þekkja það, verandi rafvirki, og hafandi unnið í álveri og orkuveri - og samkvæmt honum menga svona hverarafstöðvar bara ekkert lítið. Þær pumpa sko upp brennisteinsoxíði. Sem myndar súrt regn.
Hann hefur miklar áhyggjur af komandi ísöld.
Já, við vitum að það hafa verið ísaldir - þ.e. þau okkar sem hafa fylgst með, horft á fræðsluþættina á rúv og Discovery - eða Ísöld - en hvað eigum við að gera við því?
Ja... við gætum tekið okkur til og rifið hvarfakútana undan bílunum okkar. Þá menga þeir minna - nema við ökum þeim mun meira. (Þeir virka ekki fyrr en bíllinn er orðinn heitur, og það bara gerist ekkert í Reykjavík - hvað þá í Eyjum). Það er svona prómill af útblæstrinum. Við gætum sökkt öllum beljum landsins í Kárhnjúkalón. Þær menga, þessar beljur. Reyndar allir grasbítar. Svo sökkvum rollunum líka, og fólki á makróbíótísku fæði, til öryggis. (Eða við getum borðað þetta allt, haldið svona stórt karnival, áður en við förum öll að borða fiska sem við höfum veitt úr næstu á eða sjónum).
Við getum hætt að anda. Allir vita að andardráttur losar fullt af kolmónoxíði, sem er jafn skaðlegt umhverfinu og það er gott fyrir það. Ef maður gerir það hættir maður náttúrlega fljótt að hafa áhyggjur af losun gróðurhúsalofttegunda.
Allt saman mjög uppbyggilegar hugmyndir.
Já. Ísöld. Þá getum við öll búið í snjóhúsum eins og einhverjir eskimóar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli