föstudagur, apríl 20, 2007

Dagur 43 ár 4 (dagur 1138, færzla nr. 538):

Þá er þetta blogg búið að vera til í 1138 daga. Ekkert um það að segja svosem. En mér þótti talan kunnugleg - svo ég gúglaði henni, og fann þessa mynd. Auglýsing fyrir "THX-1138", eftir Georg Lúkas. Það var afar slæm mynd. Ekki horfa á hana nema ykkur hafi fundist "2001" eitthvað góð.

Um daginn fór ég í Stúdentakjallarann að horfa á bíó. Náði seinni hluta einhverrar myndar um gæja sem er í Kúbu þegar kommarnir eru að taka völdin. Enginn hasar eða neitt, bara fleyri skriðdrekar úti á götu. Svo voru kommarnir með einhvern fund, og þeir töluðu mikið, en það var allt bara röfl. Byggt á sannsögulegum atburðum semsagt.

Seinni myndin var "Weekend", eftir einn af þessum gaurum sem komu slæmu orði á franskar kvikmyndir. Það var verulega slæm mynd. Plottið er nokkurnveginn svona: fólk hoppar upp í bíl og ekur út í sveit. Þar virðast 10% af vegfarendum hafa farist í umferðarslysum. Veit ekki hvað það þýðir, en mig grunar að leikstjórinn hafi hreinsað alla bílakirkjugarða í frakklandi upp fyrir gerð myndarinnar.

Það voru nákvæmlega engin stönt. Þetta er bara settið. Mynnir reyndar svolítið á Mad Max myndirnar.

Svo loksins enduðu þau úti í skógi, þar var Napóleon, einhver gæji með trommusett og einhver leiðinleg kelling sem fór með þulur. Þau kveiktu í henni. Þá hittu þau mannæturnar sem voru alltaf að röfla um hve hræðilegt það væri að vera smáborgari, á milli þess sem þeir lifðu á túristum og spiluðu á trommur.

Aha... er ekki viss um hver meiningin er, en ef valið stæði milli þess að vera smáborgari eða mannæta úti í skógi, þá myndi ég velja að vera smáborgari. Það er ekkert gott að vera úti í skógi.

Já... eftir þetta er nýjasti ópus Tony Scott ekki sem verstur.

***

Fór og kíkti á rústirnar í gær. Bleh. Ekki mikið að sjá. Horfði á fréttirnar um daginn. Veit ekki hvað menn eru að grenja ufir þessum kofum. Mér sýndust þetta vera mestu hreysi, sem ég veitti samt ekkert sérstaka athygli. Hvað var það sem var svo merkilegt sem fór þarna fram? Fyrst þetta var svo mikil gersemi, afhverju var þá bara einhver hallæris-bar þarna?

Og svo vilja þeir endurbyggja þetta? Huh? Af hverju? Afhverju má ekki skella upp stærra húsi þarna? Svona 3 hæðir. Ég mæli með að það líti svona út:

Stórt, en á sama tíma virkilega flott. Og það er vatnshalli, einar 45°, fullt af gluggum, margar hæðir...

Og tók ekki nema 10 mínútur að krota upp í MS-Paint.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli