föstudagur, apríl 27, 2007

Dagur 50 ár 4 (dagur 1145, færzla nr. 541):

Sá um daginn - held örugglega á miðvikudaginn - þessa bjána í umferðarforræðinu sprengja þennan Volvo í loft upp. 5 kíló af TNT. Ekki beint öflugasta sprengiefni í heimi, en hey... all in good fun.

Og nú vitum við hvað gerist ef maður lendir í því að teroristi setur 5 kíló af TNT á stuðarann á Volvónum manns og detinetar það þegar bílnum er lagt fast upp við steinvegg.

Við þurftum öll að vita það.

Nú þurfum við bara að komast að hvað gerist ef Volvo 244 er ekið á steinvegg á 150 kílómetra hraða. Ég þori að veðja að útkoman mun verða áberandi öðruvísi. Og flott. Alveg virkilega flott.

Jæja: Hér er verið að misþyrma Toyotu Auris með bunka af álþynnum, staur, og svo frv. Árekstur við téðar þynnur á um 50 km/h.

Víetnam-bíll vs. steinveggur á... hraða? var ekki 60 standardinn þá? Mér sýnist þetta vera meira í lýkingu við 150... úff!

Trukkur á 100 kmh vs röð af bílum.

Volga vs. álþynnur á 64 km/h.

Fjör!

Ljósastaur vs. Fiesta

Já. Þetta var skemmtilegt. Ekkert TNT þó. Ekkert lýkt því einusinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli