mánudagur, apríl 23, 2007

Dagur 46 ár 4 (dagur 1141, færzla nr. 539):

Það styttist í kosningar. Rétt up hönd sem halda að þær fari öðruvísi en venjulega. Rétt upp hönd sem halda að það séu einhverjir hægri flokkar á íslandi.

Sko, það eru Kommar, það eru Fasistar, og það eru Frjálslyndir Demókratar.

Svo ég útskýri:

VG eru kommar. Þeirra helsti vandi er að Sovétið er hrunið, og sendir þeim ekki lengur stefnumálin beint frá Kreml. Ég held ég hafi sagt það áður. Bófar og landráðamenn, alltsaman.

Samfylkingin er Fasískur flokkur: Til að vera fasisti þarf maður að vera sósíalisti: tékk. Til að vera fasisti þarf maður að eiga óvinnandi óvin: tékk. Til að vera fasisti þarf maður að vilja sterkan Foringja: tékk.

Þeir hafa það allt: þetta eru vissulega sósíalistar; hlustið bara á allt þetta röfl um að fjölga barnaheimilum og það eigi að gefa öryrkjum alla peningana okkar.
Þau eiga líka fullt af óvinum, í gegnum kvennalistann alla karlmenn (ég sagði ekkert um að óvinurinn yrði að vera 1: til í alvöru, eða 2: einhver óvinur þeirra), Sjálfstæðismenn, og örugglega fleyri.
Og þau vilja sterkan Foringja: Ítalía hafði sinn Mússólíni, hann gerði ekkert marktækt; Júgóslavía hafði sinn Tító bandídó - viðurnefnið segir allt sem segja þarf; og Portúgal hafði sinn Szalazar. (Þið hélduð að ég myndi nefna einhvern annan! Hah!)

Já já já, ég veit þið viljið ekkert vera bendluð við Fasista, en það orð hefur bara verið notað sem blótsyrði svo lengi, að það veit enginn hvað það þýðir. Lærið, fíflin ykkar.

Mitt á milli S & VG er Framsóknarflokkurinn. Þeir eru Lénsræðismenn. Það verður best útskýrt með kvótakerfinu: Yfirvaldið á kvótann, og útdeilir honum til lénsherranna, sem selja hann til bændanna. Þeir sem eru ekki bændur fá ekki neitt. Þjóðareign? Jæja...
Svo er mjólkurkvóti, takmörk á fjölda leigubíla, það má ekki smíða hvað sem er á eigin lóð og svo framvegis. Þetta er lénsræði. Feudal system.

Sjálfstæðisflokkurinn er líberal-demókrataflokkur. Svolítið þjófóttir eins og kommarnir, (ég þekki persónulega mann sem hefur átt í vandræðum með land, og það eru víst fleiri) og svolítið gjarnir á að stjórna eins og feudalistarnir, (Ekki leggja þeir niður kvótakerfið, eða RÚV) með sterkan leiðtoga alveg eins og Fasistar, en þessi blanda er samt bara dæet útgáfan af öllu hinu.

En Fasistarnir vilja ekki kjósa þá því þeir smíða ekki nógu mörg barnaheimili, Framsóknarmenn vilja þá ekki því þeir afsala sér of miklum völdum til manna sem eru ekki í ríkinu (það var nú eitthvað reynt að taka fyrir það, en það var orðið of seint) og kommarnir vilja ekki sjá þá því þeir leyfa mönnum að komast upp með það nær refsilaust að eiga ekki bara eignir, heldur hafa tekjur líka. Sem er náttúrlega skandall.

Hinn Frjálslyndi sósíalistaflokkurinn er Frjálslyndi flokkurinn. Þeir eru alveg eins nema hafa eitthvað á móti kvótakerfinu.

Og þar sem Íslendingar eru allir fasistar, nema þessi 10% sem eiga pening inní banka og eru því frálshyggjumenn, og þessi 10% sem öfunda þá og eru því Kommar, þá kjósa flestir yfir sig Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Framsókn. Allir aðrir munu fá samanlagt 15% fylgi, sem skiftir engu máli. Kannski 5-6 menn inn.

Ég tek ekkert mark á skoðanakönnunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli