miðvikudagur, apríl 04, 2007

Dagur 27 ár 4 (dagur 1122, færzla nr. 534):

Himnarnir hafa ekki hrunið ennþá. Tékkum aftur á morgun.

***

Skildist það á fréttum um daginn að þó búið sé að samþykkja það að ekki megi stækka álverið í straumsvík sé samt svigrúm fyrir þá til að stækka álverið - eða réttara sagt, gera það afkastameira án þess að gera það umfangsmeira.

Sko, álverið átti nefnilega að verða talsvert plássfrekt. Átti að ná yfir veginn, og langt inn á geymslusvæði. En í staðinn geta þeir bara pakkað meira álframleiðzludóti á það svæði sem til er. Snilld. Það verður náttúrlega ekki alveg eins afkastamikið og það hefði orðið, en samt meira. Og mun spúa meiri eiturefnum í loftið.

Þetta er nefnilega mjög einfalt: Báxít fer inn, Flúor fer inn: ál, flúor og brennisteinn og eitthvað meira fer út. Eða það skilst mér.

Það skal samt enginn gera sér vonir um að minna álver með minni útblæstri sé eitthvað betri fyrir Hafnarfjörð. Jú, það er kannski minni mengun, en það er á sama tímalítillega minni pening að hafa út úr því, sem mun hefta vöxt á svæðinu. Hafnarfjörður er ekkert að fara á hausinn alveg strax, en þeir misstu af smá meiri pening. Þetta er eins og munurinn á að bjóðast vinna í ruslinu fyrir 300.000 kall á mánuði (með yfirvinnu) eða þægilegt 9-5 skriftsofustarf fyrir 180 á mánuði. Maður kemur ekki heim illa lyktandi, en á móti þá hefur maður ekki efni á glæsilegri 4 hæða höll með sundlaug á toppnum og krana fyrir bjór við hliðina á vatnskrananum í eldhúsinu, 17 salernum og hvaðeina, svo ég ýki lítillega.

***

Það á að búa til veag af gufunesinu, þar sem öskuhaugarnir voru, og upp í sundahöfn. Það á að heita sundabraut. Og Sundahafnir eiga að fjármagna þetta, því ríkið vill ekki fjármagna þetta.

Sem vekur upp tvær spurningar:

1: Á ekki Ríkið einmitt að fjármagna vegaframkvæmdir? Ég meina, það er það sem veggjaldið fer í. Við borgum það öll hvort sem okkur líkar betur eða verr, fleyri milljarða á ári, og það óbeint hvort sem við eigum bíl eða ekki.

2: Eru ekki sundahafnir ríkisfyrirtæki? Hér er eitthvað svindl í gangi.

***

Þetta er Cessna Skyhawk. Svona rella kemst svona 1200 kílómetra á tankinum, sem er 200 lítrar að stærð (svons circa), sem þýðir að hún eyðir líklega um 16 á hundraðið. Hún hefur 160 hestafla mótor og er vanalega flogið á 180-200 km/h.

Veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Hvað var aftur Dornier að eyða? Lítra á kílómetrann? En það er náttúrlega miklu stærri og þyngri vél, með 2 hreyfla. Svo þarf þetta dót að tolla á lofti einhvernveginn, og það er ekki beint best í heimi að þurfa að knýjast áfram í gegnum loft. Betra væri ef það væri kapall þarna sem þetta gæti fikrað sig eftir - uppá eyðsluna. Það bara stendur ekki til boða.

Jæja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli