Dagur 116 ár 4 (dagur 1211, færzla nr. 561):
Margir hafa velt fyrir sér af hverju það er miklu meira til af klámi fyrir karla en fyrir konur. Það þarf ekki mikið að leita að því, það bara er sent með ímeilinu til þín hvort sem þú biður um það eða ekki.
Tökum sem dæmi þessa mynd sem er hér til hliðar: Það er frekar lítið vesen að finna svona lagað á netinu. Þó þessi sé nú ekki í svæsnasta lagi, og væri svosem hæf til birtingar á almannafæri. Það er jafnvel vafamál hvort akkúrat þessi mynd sé klám (sem er nú eiginlega málið með allar myndir á blogginu enn sem komið er).
Og hægt er að fara út og kaupa tímarit með þessu og hvaðeina.
En nú vil ég halda fram að það sé í raun meira framboð af klámi fyrir konur en fyrir karla. Og það er sýnt í sjónvarpinu á besta tíma, og börnunum er leyft að horfa á það. Sem er munurinn á klámi fyrir karlmenn og fyrir konur: annað er ekki boðleg börnum, hitt ... í raun ekki heldur, en þykir í lagi af félagslegum ástæðum.
Og já, klám fyrir konur er alveg jafn mikið líkamlegt, en það er vissulega öðruvísi. Helstu klámhetjur kvenna eru Oprah Winfrey, Sirrý, og Varis Dírí. Og nokkurnvegin allar þær sem hafa verið í sjónvarpinu talandu um þegar þeim var nauðgað eða þegar barnið þeirra dó, eða var nauðgað, eða bæði, í hvaða röð sem verða vill.
Man einhver eftir því þegar Sirrý tók viðtal við varis Dírí? Ég kom inn í það nokkru eftir að þær vour byrjaðar að tala, og skildi ekkert:
Sirrý: "Segðu mér meira"
Varis dírí: "Það var hræðileg"
Sirrý: "En skelfilegt, hvað svo?"
Varis dírí: "Það ætti enginn að lenda í þessu"
Sirrý: "En hræðilegt, hvað svo?"
Varis dírí: "Þetta var bara svo skelfilegt, að það var hræðilegt!"
Sirrý: "Og það ætti enginn að lenda í þessu?"
Varis dírí: "Já. Því það var hræðilegt."
Og þannig hélt það áfram í korter án þess að ég yrði nokkru nær. Ég vissi ekkert hver þessi Varis Dírí var eftir þetta viðtal við hana, né í hverju hún hafði lent, sem var svona hræðilegt. Hún gæti hafa óvart sett salt í kaffið sitt eða eitthvað, ég fékk ekki meiri upplýsingar úr henni.
Svo komst ég að því frá einhverjum öðrum, þegar ég sagði frá þessu mjög svo innihaldslausa viðtali (sem var frásögum færandi því það stóð svo lengi yfir og var svo innilega kómískt í innihaldsleysi sínu) að þessi Varis Dírí hefði verið tekin fanga og nauðgað, brennd lifandi, flengd og steikt á teini og margt fleyra, sem var náttúrlega ógurlegt og allt það, en Sirrý var of vitlaus til að ná fram almennilega í þessu viðtali.
Svo var náttúrlega farið að ræða um blómaskreytingar eða kettlinga eða eitthvað.
Þetta er náttúrlega bara klám. Sadískt klám meira að segja. Að hafa gaman af að horfa á eitthvað fórnarlamb engjast, koma ekki einu sinni orðum að eigin reynzlu, og finna innilega til með henni. Þetta er mjög sick.
En það er líka mergurinn málsins, ég er ekkert kvenkyns, og skil þetta því ekki. En hafandi séð úr hverju kvenfólk fær kick, þá get ég gert mér í hugarlund hina ultimate kvenna-klámmynd:
"Konan sem fór í brjóstastækkun bara öðrumegin því hún hafði ekki efni á 2 implöntum!"
Þetta hefur það allt: er yfirmáta heimskulegt, kvalafullt að horfa uppá, allt viðkomandi að kenna - en öllum öðrum verður kennt um hvernig fór, og svo verður kafað í alla komplexa sem gætu hugsanlega komið upp, með að sjálfsögðu langri ræðu í lokin um hvernig á að setja lög til að hindra að svona undarlegir hlutir geti gerst, og svo verður komið á fót svona félagi til styrktar konum sem hafa látið stækka bara annað brjóstið á sér - það verður til húsa við hliðinni á félagi kvenna sem hafa misst annað brjóstið vegna krabbameins.
Fyrir sjónvarp má að sjálfssögðu vera mínísería um hjón sem eignast Mongólíta viljandi, og sería í mörgum þáttum um nokkrar spólgraðar vinkonur á fertugsaldri, ein sem þjáist af óstöðvandi þvagleka, önnur sem er með sýfilis og vörtur og ... fullt af öðrum áhugaverðum hlutum (meðfylgjandi extrím klósöpp af því öllu), ein sem er greinilega með amk 3 geðsjúkdóma og ein ofur þunglynd, með 3 krakka (einn af hverju). Svo verður eð vera heimildarmynd um nauðganir - í heimsendastíl, eins og allir þessir þættir um heimshlýnun eru.
Konu softcore eru svo allir þessir læknaþættir, því þeir hafa allt: alvarleg veikindi (en sáralítinn tíma til að velat sér uppúr þeim), ælu, blóð og lifur á gólfinu... stundum.
En um leið og einhver tekur sig til og skellir Dönsku stjörnumerkjamyndunum á dagskrá verður allt vitlaust.
Svo eru allir þessir þættir um eldamennsku. Það er ekki klám. Það er ekki einusinni spurning um eldamennsku. Það er bara eins og bílaþættirnir: enginn á Ferrari, en það er gaman að sjá einhvern missa stjórn á einum og klessa á staur. Það er sami kynjamunurinn á áhorfendahópnum líka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli