Dagur 141 ár 4 (dagur 1236, færzla nr. 569):
Þá:
BMW Isetta.
Nú:
Toyota Yaris.
Munur: Isettan var léttari, einfaldari... nú, og ef maður keyrði á eitthvað þá endaði maður á garði. Framför? Smá.
Þá:
Imperial LeBaron
Nú:
Landcruiser
Munur: Imperial er stærri á alla kanta, bæði að utan og innan, léttar - og það þó bíllinn hafi verið smíðaður á alveg solid grind, með X bitum og hvaðeina, svos sterkbyggður að hann var og er bannaður í Demo-derby. Því hver sem mætir á Imperial vinnur. Hann státar líka af stærri vél og meiri snerpu. En það er ekki í honum drif á öllum.
Framför? Nei.
Þá:
Svarti Dauði.
Nú:
Svarti Dauði.
Munur: í denn var SD eitthvað sem maður fékk hvort sem maður langaði eða ekki. Nú, er SD eitthvað sem maður fær bara ef maður vill það. Dauði eftir notkun er optional.
Framför: augljóslega.
Þá:
Þorramatur
Nú:
Pizza.
Framför: skoðum þetta aðeins: fyrir aldamótin 1900 át fólk bara Þorramat í öll mál. Þá voru meðal lífslíkur Íslendinga um 50 ár. Núna borðar fólk Pizzu, og meðallífslíkurnar eru 80 ár. Hmm... meltum þetta aðeins.
Þá:
Torfbær.
Nú:
Gamaldags einingahús, AKA bjálkakofi.
Munur: torfbæjirnir voru ekki allir svo slæmir - en það þurfti að slá á þeim þakið. Sumir voru með dýr á neðri hæðinni til að hita efri hæðina. Núna er hitaveita til þess. Og það eru færri ormar og pöddur í nútíma húsum vegna moldarinnar. Og betra loft af sömu ástæðu. Og yfirleitt hærra upp í það líka. Og það er rafmagn og rennandi vatn. Of tvöfalt gler, en ekki líknarbelgur úr einhverju dýri strekktur yfir ramma.
Fortíðin gaf okkur hluti eins og Pláguna og Þorramat, sem er augljóslega verra en nútíminn, en líka Toyotu Yaris, sem er eiginlega eins og BMW Isetta, sem er status quo, og Lancruiser og Hummer og allskyns svoleiðis crapp sem er afturför síðan 1960.
Svo í raun erum við heilbrigðari núna, með betri mat, betri hús, en ljótari og verri bíla. Jæja... þeir bila allavega minna núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli