Dagur 144 ár 4 (dagur 1239, færzla nr. 570):
Nú þegar það er búið að salta göng um óákveðinn tíma, þá er málið að byrja að heimta þrefalda hraðbraut til Þorlákshafnar, og eina tvöfalda út á Bakka - eða að minnsta kosti að afleggjaranum þangað. Til öryggis fyrir Eyjamenn og aðra sem langar að fara þangað stundum.
Þessi rolluslóði sem liggur þessar leiðir er til skammar í vestrænu landi. Nú veit ég vel að kommúnistarnir sem stjórna þessu óska þess helst að þetta væri ekki malbikað, því það var ekki þannig á tímum móðuharðindanna, þeim mikla gósentíma sem þeir horfa nostalgískum augum aftur til, en þeir verða að fara að átta sig á því að sá tími er liðinn. Hlutirnir hafa breyst. Við eigum bíla núna. Og mat. Og okkur langar að fara út á bakka og taka Herjólf til baka, eða öfugt, stundum.
Svo ég spyr: erum við vestrænt land, eða erum við í Afríku? Hvort er? Eigum við að bera okkur saman við stórveldi, þar sem borgurunum líður bara ágætlega, eins og í hinum vestræna heimi, eða eigum við að bera okkur saman við Afríku eða einhverja skuggalega fortíð þakta eitraðri ösku?
Komið með hraðbrautir. Það er búið að borga fyrir þær fyrir löngu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli