Dagur 132 ár 4 (dagur 1227, færzla nr. 566):
Þá kom loksins þessi götuveizla. Allir í götunni mættu. þetta er nú stutt gata, en það var nú samt nóg fólk.
Við Björn hrúguðu upp þessu einstaklega glæsilega grilli. Erum að pæla í að láta gylla það og setja á þjóðmynjasafnið. Það átti að vera miklu flottara, en við því var hreyft mótmælum. Til dæmis hefðum við vel geta haft þak á því, en því trúir náttúrlega enginn.
Svo var brenna. Fyrst var þetta bara lítil brenna, með smá veggpanel. Svo sáum við að nágranni okkar var að henda einhverjum spítum, svo við spurðum hann hvort við mættum ekki bara hirða þær. Sem við máttum, og við það stækkaði brennan töluvert.
Maturinn var ekki bara ætur, heldur bara fínn, rann ljúflega niður með bjór og 3 tegundum af víni.
***
Fer reglulega að láta hundinn vaða í sjónum. Dýrinu finnst gaman að svamla í sjónum, mér finnst gaman að sjá Herjólf reyna að ýta öllu hafinu inn í höfnina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli