Dagur 119 ár 4 (dagur 1214, færzla nr. 562):
Fór með hundinn í fjallgöngu um daginn. Tróð henni undir kindagirðinguna til að komast inn, og lyfti henni yfir stigann til að komast út hinumegin. Svo gat dýrið gelt á nokkrar rollur. Ég vissi alveg að kvikyndið er lofthrætt, en það merkilega er, að það kemur bara fram stundum. Til dæmis kom það ekki fram í snarbröttum hlíðunum undir Blátindi, þar sem dýrið hljóp um í skriðunum, en um leið og ég ætlaði með dýrið eftir einhverjum stígum þar sem var nóg pláss, þá neitaði hún að labba. Varð að draga hana. Tvisvar. Bara stutt í hvort skifti. Ég sá engan mun á brekkunum í hvorugt skiftið, en hundurinn var á öðru máli.
Hundar eru vitlausir. En hverju er svosem við að búast frá kvikyndum sem þefa af rassinum á hvort öðru, og taka meiri tíma í að finna stað til að ganga örna sinna en til að borða á?
Svo þegar ég kom niður af fjallinu var tíkin búin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli