sunnudagur, júlí 08, 2007

Dagur 123 ár 4 (dagur 1218, færzla nr. 563):

Um daginn var ég að fylgjast með keppni í þeirri afar áhugaverðu bardagaíþrótt sem þjóðhátíðartjaldauppsetning er. Merkilegt nokk, þá fór enginn burt með sjúkrabíl, en mér sýndust sumar tjaldsúlurnar hafa litið betri daga.

Aðrar keppnisgreinar voru... man ekki hvað þær hétu en þær fólust í að keppandi fylkingar reyndu sem mest þær gátu að svindla í þeim, ef það var á annð borð hægt. Önnur eins trúðalæti hef ég ekki lengi séð.

En komum þá að keppnisliðunum: Vinir Ketils Bónda, aðilar allt sem ég hef hitt og rabbað við. Þeir eru flestir í nokkuð hörmulegu ástandi eftir að hafa stundað ölvun mjög lengi. Stuðningsmenn þeirra var fólk úr sama árgangi og þeir, fólk sem lætur sig dreyma/fær martraðir um að stunda jafn mikla drykkju og þeir.

Hitt liðið var hópur ökumanna... eða eitthvað. Fyrirmyndarökumenn. Held ég. Hef aldrei heyrt af þeim hóp fyrr, enda allir vel 10-15 árum eldri. Gott nafn á hópnum samt. Sem mynnir mig á það: er Elliði búinn að fylla út tjónstilkynningu vegna ökutækisins sem hann skemmdi við komuna á völlinn? Hvað um það: þeir komu með sína eigin stuðningsmenn, sem þeir hafa alið upp sjálfir. VKB eru ekki komnir svo langt ennþá. Kannski eftir 1-2 ár enn. Hvað er krakkinn hans Begga annars gamall?

***

Illugi kom í gær. Hann hafði margt undarlegt að segja um flug til eyja þegar hann kom. Það var þoka þá. Svo bilaði vélin. Sem gerist alveg. Við erum að tala um flug til vestmannaeyja. Það kemur þoka. Og flugvélar bila líkt og önnur mannanna verk. Hinsvegar þá skilst mér á honum, að ef maður á pantað með vængjum, og þeir komast ekki, sé best að FV komist ekki að því. Veit ekki hvort það virkar öfugt líka. Veit ekki einusinni hvort það virkar þannig utan Selfoss. Þetta hef ég frá Illuga.

Þetta hljóðaði allt eins og einhverjar smábæjarerjur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli