laugardagur, febrúar 16, 2008

Dagur 358 ár 4 (dagur 1442, færzla nr. 653):

Hafiði heyrt slagorðið "Í kjöti erum við bestir"? Nú... það kallar fram í huganum þessa mynd:



Þessi er í kjöti. Ekki fylgir sögunni hvort hann er góður í því.

Svo er það þetta feisbúkk sem allir eru alltaf að tala um. Hvað er það? Mér er sama, en nafnið er uggvekjandi:



Já. Það er margt skrýtið þarna úti.

***

Hafiði séð í öllum þessum bíla-auglýsingum undanfarið, að númerin eru alltaf symmetrísk? Tildæmis í Nissan kaskæ auglýsingunni er númerið 80 MXM 08, og þar fram eftir götunum. Það er aldrei E eða R eða P eða neitt slíkt í auglýsingunum. Eða talan 4. Það er vegna þess að það er bara gerð ein auglýsing sem á að virka hvort sem áhorfendur eru í Englandi, Ástralíu, Japan eða á Íslandi, í Hollandi eða Þýskalandi.

Auglýsingin er bara tekin upp hvar sem hentar, í Ástralíu eða Antwerpen, og svo er spegilmyndin bara sýnd þar sem stýrið er hinumegin.

Sparnaður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli