sunnudagur, febrúar 10, 2008

Dagur 352 ár 4 (dagur 1436, færzla nr. 650):



Þetta var alveg að gleymast.

Og svo...

Það er víst komið grjót upp á veg aftur, þarna við JL húsið. Sem þýðir að nú fer strætó upp Framnesveginn.

Ég fer ekkert endilega þá leið, og verð þess vegna ekki var við neitt fyrr en ég les það í blaðinu. MBL, þ.e.

Það vantaði svosem alveg að strætó færu upp Framnesveginn. Myndi spara mér bílferð. En nei.

Merkilegt nokk, þá komu Sjálfstæðismenn því til leiðar að námsmenn fengju frítt ís strætó, við litla þökk SUS, býst ég við, enda mjög vinstrileg aðgerð. Mikið er ég hissa að þessi hugmynd kom ekki frá Samfylkingunni. Á hinn bóginn er kannski ekki að undra, enda sá flokkur mikið fyrir "samræðustjórnmál," sem gengur víst út á að hækka opinber gjöld, og rabba og fá sér kaffi og kleinur á meðan.

Hvað skal segja?

Ja, ekki er Sjálfstæðisflokkurinn sérlega hægri sinnað fyrirbæri. Þegar hann tekur stefnuna út á miðju er um að ræða mikla hægri sveiflu. Á hinn bóginn er Samfylkingin lengra til vinstri, mínus allt það sem vinstri menn geta þó gert til bóta.

Málið er nefnilega að við erum að borga svo háa skatta að það á að vera hægt að vera með miklu víðtækara strætókerfi frítt - þ.e. án gjaldtöku um borð. Það er nefnilega búið að borga þetta.

Það ætti að vera hraðbraut til Akureyrar - tvöföld, því af peningum er nóg. Það er enn meira nóg ef stefnan er tekin yfir hálendið.

Það er nóg til fyrir almennileg gatnamót um alla RKV.

Og reyndar borgum við svo mikið í bændur, að við ættum að geta keypt kjöt í bónus á fyrir það sem kostar að flytja það í verzlanirnar. Svona hundrað kall, semsagt.

En nei, það er ekki þannig.

Á bilinu 1/4 - 1/3 af þeim peningum sem fólk og fyrirtæki greiða í skatt fara í ekkert. Það fer bara til spillis í skattkerfinu. Pappírskostnaður og slíkt. Nú, og svo þarf fólk að drekka kaffi og borða kleinur í tíma og ótíma.

Svo hægri stefnan á Íslandi gengur út á að gefa frítt í strætó og kaupa niðurnýdda kofa á laugaveginum.

En hvað gengur vinstri stefnan út á?

Ekkert...

Jú, að banna hluti. Og mjókka vegi, fækka bílastæðum, koma upp hjólreiðabrautum hér og þar og gera hverskyns svoleiðis hluti. Svo furða þeir sig á að enginn tekur strætó.

Og hvaða hugmyndir er eg alltaf að heyra um vegatoll? Peningarnir eru víst til! Hættið bara að koma upp sendiráðum í Afríku, og allt verður fínt.

Svo þegar farið er lengra til vinstri, þá rekumst við á manninn sem vill fara að ritskoða internetið. Og þá er ég ekki að meina Björn Bjarna. Hinn kommúnistann.

Hvað er þetta með þessa leftista að vilja banna allt?

Ég get skilið að það þurfi að taka smá skatt af fólki til að greiða fyrir vegakerfið, skóla, heilsugæzlu og slökkvilið, en af hverju þarf alltaf í leiðinni að banna allan fjandann?

Allir þurfa að kunna að lesa, en það má ekki vera í strigaskóm. Bara af því.
Allir fá heilsugæzlu, en það má ekki vera með blóm á borðinu. Bara af því bara.

Ég vil fara svolítið aðra leið: heilsugæzlan verður frí, en fólk má líka neyta heróíns. Það fera bara í læknaskýrzluna, svo enginn verði undrandi þegar tennurnar byrja að detta úr.
Frítt í strætó, OG vegakerfið verður eins og hjá siðmenntaðri þjóð.

Svo má náttúrlega leggja RÚV niður. Sú stofnun fúnkerar ekki. Hún er kýli á markaðnum. Án RÚV gæti stöð 2 sent út í opinni dagskrá eins og skjár 1, og rukkað liðið fyrir fótboltann og slagsmálin á sýn. Og formúluna. Fólk er tilbúið til að borga fyrir hana. Björgúlfur gæti keypt RÚV. Rifið hana og selt úr landi eða eitthvað.

Að sjálfsögðu verður ekkert af þessu gert.

Ég spái því að þegar leftistarnir taki við aftur (sem telst líklegt, því fólk kýs alltaf yfir sig mestu sauðina) þá munu þeir taka til við að mjókka vegina enn frekar, búa til eitthvað flókið styrkjakerfi fyrir strætó sem verður jafnvel enn dýrara í framkvæmt en bara hafa frítt í þá og svo munu þeir efla RÚV. Sem þýðir að dagskráin verður alveg eins, bara dýrari í framleiðzlu.

Við hverju er svosem að búast? Hægri flokkurinn hér er bara lítillega til hægri við helsta vinstri flokkinn.

Ég veit ekki hvort ég var búinn að mynnast á þetta, en muniði þegar þeir bauluðu á Ólaf F? "Fasisti!" kölluðu þeir. Vita þeir ekki hvað það er? Samfylkingin aðhyllist þá stefnu nokkuð náið. Þetta var semsagt eins og Páll Óskar stæði á Laugaveginum á gay-Pride, og kallaði reiðilega: "Hommi! Hommi!" á vegfarendur.

Þetta fólk...



Hérna er svolítið furðuleg mynd af sólarströnd. Vegna þess að það er frost og vetur og almenn leiðindi þarna úti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli