Dagur 364 ár 4 (dagur 1448, færzla nr. 655):
Dagatalið er rangt. Laga það þann 5, eða þann 8.
Svo var víst verið að ræða umm einhver ummæli mín á útvarpi sögu. Svo segir mamma, og hefur eftir Illuga. Ekki er ég viss um að ég eigi að vera að taka mark á því.
Hvað um það, það er komið að kvikmynd kvöldsins: House on Haunted Hill, frá 1959.
Það er ekkert sérlega löng mynd, bara 75 mínútur, en það er nóg. Þær voru mjög stuttar þessar b-myndir í gamla daga.
Plottið er nokkurn vegin þannig að þessi ríki náungi fær til sín slatta af liði, og segist munu borga þeim slatta af pening ef þau gista eina nótt í húsi sem hann á. Þar á víst að vera draugur. En hann hefur ráð gegn svoleiðis fyrirbærum: .45 í Líkkistu! Sem er mjög töff.
Svo líður nóttin, og það gerast vofeivlegir hlutir. Labbandi beinagrindur koma við sögu.
Og nú langar ykkur öll í .45 hólk í líkkistu. Viðurkennið það bara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli