þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Dagur 361 ár 4 (dagur 1445, færzla nr. 654):

Hringstiginn hér í nýbyggingunni er alveg skelfilegur. Gangi maður upp hann á eðlilegum hraða þá stígur maður alltaf upp með sama fætinum, sem veldur varkjum mjög fljótlega. Betra er að hlaupa upp hann, þá líður manni betur. Verra er að eiga við etta á leiðinni niður, og alveg sérstaklega þegar einhverjir eru á ferli þarna, sem er oft.

Þetta hefur náttúrlega átt að vera voða hipp og kúl, en er bara léleg ergónómík.

Svo er málningin byrjuð að flagna af hér og þar. Það er, af þeim veggjum sem þú hafa verið málaðir. Að örðu leiti er byggingin eins og sett úr einhverri gamalli dystópíu-kvikmynd, eins og Brazil, Robocop eða einhverju svoleiðis. Starship-Troopers...

***

Fleyga setning dagsins: "Mæður eiga oft erfitt að muna hluti aftur í tímann."

Flott. Ég þarf að inna mömmu eftir því hvort hún man nokkuð fram í tímann. Þarf að láta hana leggja næstu lottótölur á minnið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli