þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Dagur 347 ár 4 (dagur 1431, færzla nr. 648):

Hmmm... Afmæli.

Á þessum degi árið 1840 fæddist Hiram Maxim. Það er maðurinn sem fann upp vélbyssuna. Eða þ.e.a.s fyrstu vélbyssuna sem virkaði. Hann fann líka upp músagildruna. Eða það segir Wikipedia.



Hér er Maxim við uppfinningu sína.

Á sama degi fæddist John Dunlop, sem er gæinn sem fann upp Hjólbarðann eins og við þekkjum hann.

1878 fæddist á þessum degi André Citroën. Hann fann upp græju sem gerði framhjóladrif að raunhæfum möguleika í bílum.



1970 Citroen.

Árið 1917 fæddist William S. Burroughs. Sá er frægur fyrir að hafa skrifað nokkrar bækur sem voru allar lesnar eftir að hann skaut konuna sína í hausinn á einhverju flippi.

Árið 1940 á þessum degi fæddist Hans Ruedi Giger, en það er maðurinn sem fann upp... uhm... Þetta:



Árið 1943 fæddist á þessum degi Michael Mann. Það er gæinn sem ber ábyrgð á Miami Vice þáttunum. Og örugglega einhverju öðru.

Á þessum degi árið 976 fæddist líka Sanjo, 67 keisari Japans. Mér er ekki fulljóst hver það var að öðru leiti, eða hvað hann vann sér til frægðar...

Hmm... maðurinn sem fann upp músagildruna er ekki frægur fyrir það. Áhugavert.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli