fimmtudagur, janúar 31, 2008

Dagur 342 ár 4 (dagur 1426, færzla nr. 647):

Næst þegar borgin skiftir um borgarstjóra - sem gerist eftir svona 3 mánuði að því ég held - þá verða engin mótmæli. Það verða engin mótmæli þá því þá verður samfylkingin sem tekur við stjórninni.

Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu, en það er byrjað að hægjast aðeins á núna. Þeir þurfa tíma til að makka eitthvað sniðugt.

Það var gaman að fylgjast með Degi engjast þegar hann var ítrekað spurður um hvort hann hafi summonað þetta öskrandi fólk sem frægt er orðið. Hann sneri sér undan og talaði um eitthvað annað í hvert skifti. Sem þýðir: já, hann gerði það. Hann átti einhvern hlut að máli.

Ógurlega lýðræðislegt. Sko, það stendur ekki til boða að velja saman flokka, þannig að flokkarnir geta raðað sér saman eftir vilja. Sem þýðir að flokkur F & D er alveg jafn lýðræðislegur og flokkur ABC eða hvað þetta nú allt heitir.

Svo þætti mér vænt um að fólk áttaði sig á því að Samfylkingin, þið vitið, þessi hópur með Sollu og Degi, er Fasistaflokkur, samkvæmt skilgreiningu. Sem gerir það mjög skrýtið að þeir skuli kalla D menn Fasista. Skammast þeir sín fyrir eigin skoðanir? Eða vita þeir bara ekki hvað skoðanir þær sem þeir aðhyllast eru réttilega nefndar? (Það síðara væri kaldhæðnislegt, því þetta eru svo mikið skólafólk)

Spaugstofan gerði þátt sem hægt var að glotta yfir. Að vísu voru allir brandararnir þá þegar orðnir gamlir, og búnir að vera gamlir og ofnotaðir í meira en viku á undan. Ja, þeir voru amk ekki með Boga og Örvar.

Nú er aðal málið þessar myndir sem anarkistahópurinn málaði svartar. Svo sendu þeir frá sér einhverja geðveikislega yfirlýsingu sem átti að útskýra það. Það fer alltaf svona þegar menn gleyma að taka lyfin sín.

Í vikunni komst ég líka að því að Ólafur Borgó hefur átt við einhverja geðræna erfiðleika að stríða. Sem útskýrir reyndar þetta með þessa kofa á Laugaveginum. Ég hélt að maðurinn hefði verið með slæmt bronkítis eða eitthvað svoleiðis, kannski gallsteina. Svona fær maður aldrei upplýsingar fyrr en bara einhverntíma.

Ég vildi að ég ætti rústir á laugaveginum. Ég gæti lagst í helgan stein.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli