fimmtudagur, janúar 10, 2008

Dagur 321 ár 4 (dagur 1405, færzla nr. 639):

Reykjavík (og nágrenni) skiftist niður eftir póstnúmerum. Póstnúmerin skiftast svo niður á kerfislausan hátt:

170 skiftist ekki í neitt, þar er bara grótta og nokkur stór hús.
107 skiftist í blokkahverfi og einbýlishúsahverfi.
101 skiftist niður í hverfið handan tjarnar, Laugarveginn og það fyrir ofan hann og það fyrir neðan hann.
103 inniheldur RÚV og eitthvað elliheimili.
105 hefur hlíðarnar öðru megin og einhver hótel og blokkir hinumegin. Í miðjunni eru viðkunnalegri staðir, eins og Flókagatan, þar sem eru flott hús með útsýni yfir alla róna bæjarins, og Háteigsvegurinn, þar sem er frekar lítil byggð.
104 inniheldur iðnaðarsvæði annars vegar og mjög þægilegt íbúðarsvæði hinsvegar. Íbúðirnar eru milli iðnaðarsvæðanna, sem er áhugaverð skipulagning. Ég hef aldrei sagt að snillingar ráði för...
108 er íbúðarbyggð, nær eingöngu fjölbýli, og það liggur í gegnum það hverfi ein hraðbraut og einn vegur. Á venjulega veginum eru ein ljós, á hraðbrautinni svona 200.
109 & 111 er Breiðholtið. 111 er efra, 109 er neðra - sem er bakkarnir og selin. 111 er svo gettó Reykjavíkur, þar sem búa gamlingjar, professional öreigar og allskyns pakk sem við viljum helst gleyma.
í 200 er annað stórt iðnaðarhverfi, sem gaman getur verið að aka í gegnum. Þar er líka íbúðarhverfi sem minna gaman er að keyra gegnum. Hraðbraut liggur þar um, með fjölmörgum ljósum.
201 inniheldur ef ég man rétt, smáralindina, og einhver hús fyrir ofan sjólínu.
210 er annað íbúðarhverfi með iðanaðarhverfi áföstu líkt og krabbamein, og svo er 220, þar sem er slippur og slíkt við sjóinn, og eldforn hús oar, með mjóum rangölum á milli, þar sem er engin leið fyrir nýtt fólk að rata.
221 lítur svo út eins og iðnaðarhverfi, verksmiðjur og slíkt, en er í raun íbúðarhverfi. Efst fyrir ofan snjólínu býr líka fólk í því hverfi. Tel mig hafa séð ísbjörn þar á vappi einu sinni eða tvisvar. Fólk er ekkert að tilkynna ef fólk hverfur þar. Það er vitað hvað gerðist.
112 eru svo gömlu öskuhaugarnir og stærsta sprengja á landinu, og þó víðar væri leitað. Þar býr nú fólk. Iðnaður er eitthvað af skornum skammti nærri íbúðarbyggð.
113 er svo uppi á fjalli, afar ljótt hverfi með gott útsýni þegar það er ekki bylur eða lágskýjað. Þar er líka golfvöllur.
110 skiftist svo í ártúnsholt, sem er við hliðina á hraðbraut íslands, hraunbæ, sem er við hliðina á bílasölu íslands, og gámasvæðið, sem á að líta út eins og gámasvæði... vegna þess að arkitektum íslands finnast vörugámar fallegir. En þvílíkt svindl að göturnar skuli ekki heita eftir gámunum: Maersk, K-line, Samskip osfrv.

Gleymdi ég einhverju?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli