mánudagur, janúar 21, 2008

Dagur 332 ár 4 (dagur 1416, færzla nr. 643):

Borg Óttans er stundum mikil náma fyndni. Gaman hafði ég af þeim áðan, þegar þeir skiftu um borgarstjóra aftur. Ekki nenni ég að setja á mig nafnið, enda munu þeir bara skifta aftur innan 4 mánaða.

Eftir ekki langa stund munu allir hafa prófað að vera borgarstjóri. Hvenær fæ ég að prófa? Það væri áhugavert djobb í svona viku, er ég viss um.

Jæja. Mig grunar að þeir væru enn með hann þarna volga-bjór ef þeir hefðu bara drullast til að fara í stjórn með F til að byrja með. Þeir hefðu ekkert hlaupið í burtu. Þeir eru of líkir D, í rauninni. En nei, það voru einhver tengzl við B sem mátti ekki skera á, grunar mig.

Hver svíkur næst? Veðmál? Kellingin! Þessi þarna... hvaðsemúnúheitir.... Margrét!

***

Nýji Landcrúiserinn er kominn. Mér finnst hann ljótur. Reyndar er það mitt álit um alla þessa jeppa. Og reyndar flesta fólksbíla líka.

Hvað um það, grunntýpan kostar 10 millur, sem er meira en húsnæði í eyjum.

Af hverju fá menn sér ekki Ford? Dýrasta týpan af Expedition kostar 6.6 millur. Þá hafa menn 3.4 millur afgangs til að installa forþjöppu, og þá kemst apparatið hraðar en Porsche jeppinn. Eða þeir geta keypt Subaru af einhverju tagi til að nota fyrir konuna. Eða ekið Súbarúnum sjálfur og látið konuna hossast á jeppanum.

Eða Kia Sorento? Það eru 4.3 millur. Eða Sportage, en það er bíll eins og foreldrar Reynir eiga. Sem er afar þægilegur bíll, svo mjög að undrum sætir. Nýr svoleiðis fer á 3.1. Það er mjög lipur og þægilegur bíll. Og ef ykkur finnst vanta kraft, þá segi ég bara aftuir: setjið forþjöppu á vélina. Setjið tvær! Og nítró. Ef þið hafið 10 millur til að eyða í bíl, þá getiði vel ekið lang-sneggsta smájeppa á landinu, og endurnýjað hann á þriggja ára fresti. Hann mun hrynja á þeim tíma ef þið setjið í hann nítró og tvær forþjöppur. En hvað með það? Landcrúserinn fellur um þá upphæð annað hvert ár.

Ef ég ætti tíu millur til að setja í bíl: Mustang.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli