Dagur 336 ár 4 (dagur 1420, færzla nr. 645):
Jæja. Þá er ég búinn að skrá mig í jólabókaflóðið. Ég fæ sennilega svar um það innan þriggja mánaða. Það verður einhvernvegin svona: "Þú ert ruglaður," eða "Ég bráðna!" eða "þegar ég las söguna þína upphátt opnaðist sprunga á gólfinu og púkar streymdu út, og stálu af okkur öllu kaffinu!"
Annað hvort það, eða ósk um einhverjar leiðréttingar.
Jamm. Ef þetta gengur upp hjá mér, get ég farið að hanga á kaffihúsum þar sem fjölmiðlar spyrja mig álits á hlutum sem ég hef ekkert vit á.
***
Ég er með sniðuga hugmynd fyrir Reykvíkinga:
Þeir ættu að kjósa borgarstjórann sér. X margir bjóða sig fram sem borgarstjóra, hver sem vill, hvort sem þeir eru í flokki eða ekki, og kosið verður um þá um leið og kosið verður um flokka í borgarstjórn. Svo ræður sá sem verður kosinn bara hverjir verða í stjórn, og flokkarnir sjálfir fá engu að ráða um það.
Kostirnir eru þeir að líkurnar á að það verði 8 borgarstórar á tímabilinu minnka umtalsvert.
Á hinn bóginn er kerfið gott eins og það er - ekki því það sé sérlega praktískt, heldur hef ég gaman af því að sjá gufuna streyma úr eyrum samfylkingarfólks undan þrýstingi.
Ég meina, hvenær hefur þetta lið orðið svona reitt áður? Og svo koma þeir og kalla sig "Fólkið." Sko, þau eru ekki "Fólkið," þau eru svona helmingur af fólkinu. Ekki segja þeim það samt, án þess að vera í góðum hlaupaskóm. Þau þola ekki sannleikann.
Sáuði þau á pöllunum? Böö Böö Böö! sögðu þau. Svo fúl yfir að hafa misst völdin.
Haha!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli