Dagur 329 ár 4 (dagur 1413, færzla nr. 642):
Þá er Bobby Fischer dauður. Það var ekki við því að búast strax, fannst mér. Dó úr nýrnabilun, segja þeir, vegna þess að hann "trúði ekki á vestræn læknavísindi".
Afi átti myndir af þessum gæja uppi á vegg, þar sem hann var með Spasský.
Í útlendu blöðunum er hann titlaður "Cold war icon", sem setur hann á sama stall og Ronald Reagan, Gorba, Nikita K og James Bond. Allt út af því hann vann Spassky í skák.
Sjáið til, í gamla daga var skák miklu mikilvægara sport en núna. Þegar Fischer vann Spasský, var það eins og vestræna systemið hefði fengið að núka eins og eina Sovéska borg. Eða að minnsta kosti eins og ef einhver hefði toppað Sergei Bubka í stangastökki.
Ég meina, í sovétríkjunum voru íþróttamenn sér-ræktaðir á rannsóknarstofum, á meðan í hinum vestræna heimi urðu menn að nenna þessu sjálfir og sníkja styrki og hvaðeina hjá einkaaðilum, sem voru ekkert endilega hressir með að einhverjir sportidjótar væru að slæpast eins og trúðar á stuttbuxum.
Einmitt. Í sovétríkjunum talar þú ekki í síma, sími talar í þig.
Það hefur nú aðeins breyst, og nú geta sterafylltir sportmenn fengið fullt af pening fyrir að klæðast fötum frá framleiðanda X, því litlu feitu dýrin líta víst svo upp til þeirra.
Annað sem Fischer var frægur fyrir eru Fischer Price leikföngin.
Ekki er mér ljóst hver þessi Price er eða var. Kannski var það Vincent Price? Held samt varla. Hver sem það var, þá hirti sá náúngi víst megnið af gróðanum. Eða það er sú saga sem ég hef heyrt.
Jamm. Fischer var ekki ræktaður á neinni rannsóknarstofu, það er ljóst. Þeir hefðu aldrei gert svona ruglaðan mann á rannsóknarstofu. Ekki viljandi allavega.
***
Tók einhver annar eftir því að Fischer var 64 ára þegar hann dó? Sem er eitt ár fyrir hvern reit á skákborði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli