Dagur 210 ár 4 (dagur 1670, færzla nr. 721):
Jæja. Ég fór í Ríkið áðan. Til að borga vísa reikninginn.
Merkilegt dæmi það. Eigendurnir fóru í Seðlabankann til að slá þá um smá lán, og skömmu seinna á Ríkið bankann. Hvernig virkaði það? Eru Ríki í öðrum löndum líka að stunda svona hostile takeover?
Það er svona að eiga ekkert lausafé.
Samt: útskýringarnar sem komu frá þeim hljómuðu ekki rétt...
"Við vorum að bjarga sparifé..." sagði einn.
Ég heyrði um daginn, nokkrum sinnum reyndar, að Bankarnir eru tryggðir fyrir slíku hjá einhverju batteríi - sparifjáreigendur fá allt greitt sem er undir vissri upphæð. Sú upphæð var ca. 2.5 milljónir. Svo, ef maður á 2.500.001 krónu þegar bankinn fer á hausinn, þá fær maður allt nema þessa einu krónu.
Svo það hljómar ekki alveg rétt. Nema Glitnir sé ekki með slíka tryggingu?
Davíð var samt með grunsamlegustu söguna: hann sagði að verðið á Glitni væri að lækka svo ört. Úr 15 niður í ekkert yfir helgina. Það var línurit sem sýndi þetta og allt á RÚV í gær.
Sem fékk mig til að hugsa: hvaða markaðir eru opnir yfir helgina? Bréfin lækka ekkert um helgina, því það eru engin viðskifti þá. Hvergi í heiminum. Hvaðan kom þá þetta línurit?
Skrýtið.
Og auðvitað hefur þessi aðgerð styrkt efahaginn í landinu gífurlega, og Krónuna. Já. Hún rauk upp! Já. Fyrir helgi kostaði dollarinn 99 krónur. Núna (30.9.2008 kl. 15:34) kostar hann 106 krónur!
Mmm...
Þessi aðgerð hefur í augnablikinu haft öfug áhrif. Jæja. Bankinn fer allavega ekki á hausinn á meðan Ríkið á hann. Sjáið bara RÚV. Ekki er það batterí á hausnum.
***
Af hverju er klukkan 10 mínútum á eftir?
hefur ykkur aldrei fundist að þið gætuð hreinlega bara dottið út í geiminn?
þriðjudagur, september 30, 2008
sunnudagur, september 28, 2008
Dagur 208 ár 4 (dagur 1668, færzla nr. 720):
Haukur Sveinsson, afi, mun hafa átt afmæli í dag, segir amma. Hefði orðið 91 árs, skilst mér. Ef hann hefði ekki sífellt borðað upp úr sykurkarinu, og setið kyrr.
Og hann gat sko aldeilis setið kyrr.
Hann ræktaði tréin sem eru umhverfis Húsgagnahöllina. Og hann átti beinvaxnasta tré á landinu. Þeir eru að klóna það hjá einhverju batteríi. Eru komnir með nokkur eintök núna. Man ekki hvaða tegund af tréi það er. Ég þekki ekkert tré í sundur - bara jólatré frá pálmatrjám og hinsvegin trjám. Þessum með svona venjulegum laufum.
Hans kynslóð hélst heldur illa á tönnunum. Hvernig ætli mín kynslóð verði? Vel tennt? Eða sjá gosdrykkir, og seinna ávaxtadrykkir um að leysa þær upp? Ég hitti Bjarka Tý hérna fyrir sumar, og það voru ansi brunnar í honum framtennurnar.
Það er ekkert víst að tennurnar tolli uppi í fólki - en það eru til ansi flottar aðferðir til að koma fyrir nýjum tönnum eftir því sem orginal tennurnar detta úr, svo það er ekkert víst að það sjáist. (Að því gefnu að fólk neyti ekki tóbaks eftir þá aðgerð.)
Það eru svo margir byrjaðir í neftóbakinu núna - sama sulli og gamli kallinn notaði. Setti hálfan baukinn á handarbakið og saug helminginn af því í aðra nösina, hitt fór hingað og þangað.
Enginn sem ég þekki eða hef séð til gerir svoleiðis.
Mér þótti það frekar ógeðslegt. Það má sennilega þakka honum Hauki Sveins fyrir að ég tek ekki þátt í þeirri neyzlu.
Tré.
Haukur Sveinsson, afi, mun hafa átt afmæli í dag, segir amma. Hefði orðið 91 árs, skilst mér. Ef hann hefði ekki sífellt borðað upp úr sykurkarinu, og setið kyrr.
Og hann gat sko aldeilis setið kyrr.
Hann ræktaði tréin sem eru umhverfis Húsgagnahöllina. Og hann átti beinvaxnasta tré á landinu. Þeir eru að klóna það hjá einhverju batteríi. Eru komnir með nokkur eintök núna. Man ekki hvaða tegund af tréi það er. Ég þekki ekkert tré í sundur - bara jólatré frá pálmatrjám og hinsvegin trjám. Þessum með svona venjulegum laufum.
Hans kynslóð hélst heldur illa á tönnunum. Hvernig ætli mín kynslóð verði? Vel tennt? Eða sjá gosdrykkir, og seinna ávaxtadrykkir um að leysa þær upp? Ég hitti Bjarka Tý hérna fyrir sumar, og það voru ansi brunnar í honum framtennurnar.
Það er ekkert víst að tennurnar tolli uppi í fólki - en það eru til ansi flottar aðferðir til að koma fyrir nýjum tönnum eftir því sem orginal tennurnar detta úr, svo það er ekkert víst að það sjáist. (Að því gefnu að fólk neyti ekki tóbaks eftir þá aðgerð.)
Það eru svo margir byrjaðir í neftóbakinu núna - sama sulli og gamli kallinn notaði. Setti hálfan baukinn á handarbakið og saug helminginn af því í aðra nösina, hitt fór hingað og þangað.
Enginn sem ég þekki eða hef séð til gerir svoleiðis.
Mér þótti það frekar ógeðslegt. Það má sennilega þakka honum Hauki Sveins fyrir að ég tek ekki þátt í þeirri neyzlu.
Tré.
miðvikudagur, september 24, 2008
Dagur 204 ár 4 (dagur 1664, færzla nr. 719):
Í gær var bíó. Háskólinn í RKV var að sýna hið heimsfræga listaverk "Who killed the electric car." Reynir átti hugmyndina að því.
Hefði átt að hafa með popp, en það var ekki tími.
Hvað um það, það var farið nokkuð vel yfir það af hverju það eru ekki fleiri rafbílar á götunni.
Eitt af því er einfaldlega að vélaframleiðendum mislíka allar breytingar. Ef þeir hefðu fengið að ráða værum við enn með sömu mótora í öllum bílum og T-Ford. En nei - við erum með blokkir sem eru flestar 30 ára eða svo. Það er bara stutt síðan það var hætt að framleiða 460 mótora, sem var byrjað með uppúr 1960. Sama 1400 vélin hefur verið í Corollu síðan byrjað var að hafa þeir framdrifnar þar til... gott ef sama blokkin er ekki enn í nýja bílnum, bara með nýjum raftækjum boltuðum ofaná.
En það er ástæða fyrir því: það kostar handlegg og fótlegg að breyta því. Best að geyma það þar til verksmiðjan er úr sér gengin - jafnvel þá - það kostar að hanna nýja hluti. Meira en þið trúið.
Minnst vesen væri bara að smíða sér sinn eigin bíl:
Þið þurfið: Rafhlöður. Þetta eru fínar rafhlöður. Þið þurfið nokkrar svona.
Mótor. Þeir eru með margar gerðir. Þið getið fengið 100 hestafla, 75 hestafla, eða minna. Fer eftir hve stóran bíl þið ætlið að setja saman. Gætuð þurft tvo.
Þessi er allt að 500 hestöflum. Sem er náttúrlega miklu betra. Eða þessi, sem er líka allt að 500 hestöfl.
Hver þarf meira en 500 hestöfl í snattið? Gerum okkur líka grein fyrir því að þetta er rafmótor. Það er engin skifting, þannig að ef einhver stígur á pedalann þá kemur bara öll orkan... bara hafið það í huga.
Og svo þarf yfirbyggingu. Hægt væri að fara í Byko, en ég geri ráð fyrir að betra væri að fá sér almennilega yfirbyggingu. Pípulagningabúðin er líka góður staður að byrja á.
Líklega er best að fá hæfan rafvirka til að tengja allt saman, en ef maður treystir sér til... hafið bara í huga að ég er búinn að vara ykkur við því að setja 500 hesta rafmótor í og gefa allt í botn. (Það verður örugglega mjög skemmtilegt. Náið því á mynd ef þið reynið. Beint á youtube!)
Í gær var bíó. Háskólinn í RKV var að sýna hið heimsfræga listaverk "Who killed the electric car." Reynir átti hugmyndina að því.
Hefði átt að hafa með popp, en það var ekki tími.
Hvað um það, það var farið nokkuð vel yfir það af hverju það eru ekki fleiri rafbílar á götunni.
Eitt af því er einfaldlega að vélaframleiðendum mislíka allar breytingar. Ef þeir hefðu fengið að ráða værum við enn með sömu mótora í öllum bílum og T-Ford. En nei - við erum með blokkir sem eru flestar 30 ára eða svo. Það er bara stutt síðan það var hætt að framleiða 460 mótora, sem var byrjað með uppúr 1960. Sama 1400 vélin hefur verið í Corollu síðan byrjað var að hafa þeir framdrifnar þar til... gott ef sama blokkin er ekki enn í nýja bílnum, bara með nýjum raftækjum boltuðum ofaná.
En það er ástæða fyrir því: það kostar handlegg og fótlegg að breyta því. Best að geyma það þar til verksmiðjan er úr sér gengin - jafnvel þá - það kostar að hanna nýja hluti. Meira en þið trúið.
Minnst vesen væri bara að smíða sér sinn eigin bíl:
Þið þurfið: Rafhlöður. Þetta eru fínar rafhlöður. Þið þurfið nokkrar svona.
Mótor. Þeir eru með margar gerðir. Þið getið fengið 100 hestafla, 75 hestafla, eða minna. Fer eftir hve stóran bíl þið ætlið að setja saman. Gætuð þurft tvo.
Þessi er allt að 500 hestöflum. Sem er náttúrlega miklu betra. Eða þessi, sem er líka allt að 500 hestöfl.
Hver þarf meira en 500 hestöfl í snattið? Gerum okkur líka grein fyrir því að þetta er rafmótor. Það er engin skifting, þannig að ef einhver stígur á pedalann þá kemur bara öll orkan... bara hafið það í huga.
Og svo þarf yfirbyggingu. Hægt væri að fara í Byko, en ég geri ráð fyrir að betra væri að fá sér almennilega yfirbyggingu. Pípulagningabúðin er líka góður staður að byrja á.
Líklega er best að fá hæfan rafvirka til að tengja allt saman, en ef maður treystir sér til... hafið bara í huga að ég er búinn að vara ykkur við því að setja 500 hesta rafmótor í og gefa allt í botn. (Það verður örugglega mjög skemmtilegt. Náið því á mynd ef þið reynið. Beint á youtube!)
laugardagur, september 20, 2008
fimmtudagur, september 18, 2008
Dagur 198 ár 4 (dagur 1658, færzla nr. 717):
Byrjum á þessu: Hérna er græja til að breyta MPG í lítra á 100km.
Þetta segir okkur, að ef bíllinn þinn eyðir 9 á hundraðið, þá kemst hann 26 MPG. Sniðugt?
Allt í lagi: Þetta er Borgward:
1954-1961 Borgward isabella coupe, nánar til tekið.
Þessi farartæki voru með 4 sílyndra 1500 vél með einföldum blöndung sem afkastaði 60 hestöflum, sem var nóg til að koma bílnum upp í 140 kílómetra hraða, hafði sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, 4 gíra skiftingu, og vó 1 tonn. 50 kíló til eða frá. Þetta apparat mun hafa eytt svona 7-8 (34 MPG) á hundraðið. Það er ekki gefið upp nákvæmlega við hvaða aðstæður, svo ég giska á að það sé annaðhvort í blönduðum akstri eða á langkeyrzlu.
Borgward voru á sínum tíma mjög góðir bílar. þeir biluðu frekar lítið - minna en Benz, til dæmis, og kostuðu ekkert of mikið (fyrirtækið fór á hausinn upp úr 1963 eftir að þeir verðlögðu einn bílinn of lágt).
Þetta er Toyota Yaris:
Yaris er með 3 sílyndra 1000 vél með afar fullkominni beinni innspýtingu, sem gefur 51 hestafl, hefur 5 gíra og nær 150 KMH. Fjöðrunin er sjálfstæð að framan, sýnist mér, en ekki að aftan. Þessi bíll er líka um tonn. Þessi bíll á að eyða svona 5-6 á hundraðið. (47 MPG)
Það tók 50 ár að gera betur en Borgward. Og jafnvel þá vantar uppá hluti eins og sjálfstæða fjöðrun og þessi extra 10 hestöfl (sem eru sennilega ástæðan fyrir þessum 2 auka lítrum sem bíllinn eyðir á hundraðið). En hvað ef Toyotan væri með 1500 vél? Nú, þá myndi hún eyða meiru en Borgward, en væri á móti 40 hestöflum öflugri.
En Borgward lúkkar, á meðan Toyotan lýtur út eins og nýra.
Borgward:
Toyota:
Byrjum á þessu: Hérna er græja til að breyta MPG í lítra á 100km.
Þetta segir okkur, að ef bíllinn þinn eyðir 9 á hundraðið, þá kemst hann 26 MPG. Sniðugt?
Allt í lagi: Þetta er Borgward:
1954-1961 Borgward isabella coupe, nánar til tekið.
Þessi farartæki voru með 4 sílyndra 1500 vél með einföldum blöndung sem afkastaði 60 hestöflum, sem var nóg til að koma bílnum upp í 140 kílómetra hraða, hafði sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, 4 gíra skiftingu, og vó 1 tonn. 50 kíló til eða frá. Þetta apparat mun hafa eytt svona 7-8 (34 MPG) á hundraðið. Það er ekki gefið upp nákvæmlega við hvaða aðstæður, svo ég giska á að það sé annaðhvort í blönduðum akstri eða á langkeyrzlu.
Borgward voru á sínum tíma mjög góðir bílar. þeir biluðu frekar lítið - minna en Benz, til dæmis, og kostuðu ekkert of mikið (fyrirtækið fór á hausinn upp úr 1963 eftir að þeir verðlögðu einn bílinn of lágt).
Þetta er Toyota Yaris:
Yaris er með 3 sílyndra 1000 vél með afar fullkominni beinni innspýtingu, sem gefur 51 hestafl, hefur 5 gíra og nær 150 KMH. Fjöðrunin er sjálfstæð að framan, sýnist mér, en ekki að aftan. Þessi bíll er líka um tonn. Þessi bíll á að eyða svona 5-6 á hundraðið. (47 MPG)
Það tók 50 ár að gera betur en Borgward. Og jafnvel þá vantar uppá hluti eins og sjálfstæða fjöðrun og þessi extra 10 hestöfl (sem eru sennilega ástæðan fyrir þessum 2 auka lítrum sem bíllinn eyðir á hundraðið). En hvað ef Toyotan væri með 1500 vél? Nú, þá myndi hún eyða meiru en Borgward, en væri á móti 40 hestöflum öflugri.
En Borgward lúkkar, á meðan Toyotan lýtur út eins og nýra.
Borgward:
Toyota:
þriðjudagur, september 16, 2008
Dagur 196 ár 4 (dagur 1656, færzla nr. 716):
Enginn heimsendir hefur orðið ennþá. Sviss hefur ekki springið í loft upp útaf þessu Cern apparati. Fellibylurinn... eitthvað hefur ekki lagt USA í rúst, og komið af stað heimstyrrjöld sem endar óumflýjanlega á því að við logsjóðum fullt af járnarusli á bílana okkar og förum að búa í eyðimörkinni.
Það gæti verið að leggjast yfir okkur smá heimskreppa, sem gæti leitt út í stríð. Ætli helstu sjónvarpsstöðvar séu tilbúnar með svona CGI lógó og músík, svona ef svo færi?
Þið vitið hvernig þetta er alltaf: það byrjar ófriður, og um leið eru allar rásir komnar með svona hreyfanlegt lógó með eldi og öllum græjum: "Crisis in Somewhere!" Dum dum dum.
Það eru einhverjir gaurar í dimmum kjallara hverrar stórrar rásar sem dunda sér við það dag og nótt að upphugsa og útfæra þessi lógó, er ég viss um. Svo gæti þetta verið bara eins og screen-saverinn - það eru bara settir inn viðeigandi stafir, og svo ýtt á plei, og... voila!
Kannski ætti að vera meira af þessu?
Ógnvænleg músík, eldur... svo kemur letrið upp, voða shiny og fínt, snýst í hringi og skellur saman með miklum látum:
"Ölvun Í Miðbænum!"
Gott er að hafa blaktandi fána þarna bakvið eldinn. Það er alltaf voða krísulegt. Svo getur fréttaliðið verið með mann á staðnum. Allir talandi voða alvarlega. Og hátt.
Eða svona:
Ógnvænleg músík, eldur (það er alltaf ógnvænleg músík og eldur), svo kemur letrið fljúgandi, sprengingar og læti, fáni, jafnvel tveir fánar, rifnir fánar til að undirstrika alvarleik málsins:
"Krakkarnir á Leikskólanum Síðuseli Syngja!"
Drunur.
Svo sést fréttamaður á vetvangi tala voða hátt og halda um annað eyrað á sér eins og svo oft í svona hræðilegum krísum áður en krakkarnir eru þvingaðir til að syngja í gúrkutíðinni.
Já.
Enginn heimsendir hefur orðið ennþá. Sviss hefur ekki springið í loft upp útaf þessu Cern apparati. Fellibylurinn... eitthvað hefur ekki lagt USA í rúst, og komið af stað heimstyrrjöld sem endar óumflýjanlega á því að við logsjóðum fullt af járnarusli á bílana okkar og förum að búa í eyðimörkinni.
Það gæti verið að leggjast yfir okkur smá heimskreppa, sem gæti leitt út í stríð. Ætli helstu sjónvarpsstöðvar séu tilbúnar með svona CGI lógó og músík, svona ef svo færi?
Þið vitið hvernig þetta er alltaf: það byrjar ófriður, og um leið eru allar rásir komnar með svona hreyfanlegt lógó með eldi og öllum græjum: "Crisis in Somewhere!" Dum dum dum.
Það eru einhverjir gaurar í dimmum kjallara hverrar stórrar rásar sem dunda sér við það dag og nótt að upphugsa og útfæra þessi lógó, er ég viss um. Svo gæti þetta verið bara eins og screen-saverinn - það eru bara settir inn viðeigandi stafir, og svo ýtt á plei, og... voila!
Kannski ætti að vera meira af þessu?
Ógnvænleg músík, eldur... svo kemur letrið upp, voða shiny og fínt, snýst í hringi og skellur saman með miklum látum:
"Ölvun Í Miðbænum!"
Gott er að hafa blaktandi fána þarna bakvið eldinn. Það er alltaf voða krísulegt. Svo getur fréttaliðið verið með mann á staðnum. Allir talandi voða alvarlega. Og hátt.
Eða svona:
Ógnvænleg músík, eldur (það er alltaf ógnvænleg músík og eldur), svo kemur letrið fljúgandi, sprengingar og læti, fáni, jafnvel tveir fánar, rifnir fánar til að undirstrika alvarleik málsins:
"Krakkarnir á Leikskólanum Síðuseli Syngja!"
Drunur.
Svo sést fréttamaður á vetvangi tala voða hátt og halda um annað eyrað á sér eins og svo oft í svona hræðilegum krísum áður en krakkarnir eru þvingaðir til að syngja í gúrkutíðinni.
Já.
föstudagur, september 12, 2008
Dagur 192 ár 4 (dagur 1652, færzla nr. 715):
Mér sýnist heimsendir eitthvað hafa staðið á sér undanfarið. Fylgjumst með.
Mér sýnist heimsendir eitthvað hafa staðið á sér undanfarið. Fylgjumst með.
fimmtudagur, september 11, 2008
Dagur 191 ár 4 (dagur 1651, færzla nr. 714):
Í dag eru 8 ár síðan Hryðjuverkamennirnir unnu.
Og hvernig unnu þeir?
Fyrir 8 árum var flestum slétt sama um utanríkisstefnu USA. Núna keppist fjöldinn allur af liði um að útmála hana sem eitthvað ógurlegt. Sama fólk veit líklegast minnst hver utanríkisstefna USA er. Reyndar er ég hreint ekkert viss um að allir þingmenn USA viti hver hún er.
USA er nú með setulið í Afganistan. (Írak kemur 11/9 ekkert við.) Það kostar fullt af pening. Góða hugmyndin var, að í Afganistan var aðal Al-Kæda sellan. Og nú eru þeir allir að berjast við talibana, sem er svar Afgana við VG á Íslandi. Í afganistan virkar ekki 90% af tækjabúnaði USA, því 90% af tækjabúnaði þeirra er til þess að leita að tækjabúnaði sem er einfaldlega ekkert notaður í Afganistan.
Flugavallaröryggi. Jamm. Enga vökva... engar naglaklippur... það þarf að X-reya, þefa, káfa á og róta í gegnum. Og ekki bara farangurinn. Afar uppörvandi. Hér áður var aðal-afsökunin fíkniefnaleit.
Hafnaröryggi. Hafiði séð girðinguna umhverfis Friðarhöfn? Hugsið ykkur nú, ef þið væruð terroristar, og þið ætluðuð að bora gat á eins og eitt skip. Þessi girðing, myndi hún skifta máli? Já. Hún héldi lögreglunni og forvitnum augum frá um stund.
Bjarnason Army. Til að berjast við hryðjuverkamenn. Og Mafíur (sem er skv skilgreiningu, tveir menn með kúbein), fíkniefnadjöfulinn (sem er 1-2 % af þýðinu, alltaf, sama hvað), blaðamenn sem tala illa um þingmenn í ráðandi flokkum, hávær smábörn, fólk með rautt hár, fólk með nafn sem byrjar á Z og tölustafinn 4.
Gvantanamo Bay. Þetta fer í sögubækurnar við hliðina á Spænska Rannsóknarréttinum og KGB. Það skiftir engu máli hve mikill bófi sá er sem fer í þetta batterí, það lítur alltaf jafn illa út fyrir kanann, ekki hryðjuverkamennina. Sem er svo ógeðslega flott múv að það er ótrúlegt. Það er eins og þeir vissu að þetta myndi gerast.
Osama Bin laden. Maðurinn er að verða eins og Elvis. Hann sést á fjarlægum eyðimerkurkaffihúsum, um borð í geimskipum með Stórfæti, Grýlu & Leppalúða, á Balli með Landi & Sonum og á fleiri stöðum. Það eru til Osama Bin Laden eftirhermur. Svo gefur hann alltaf út myndband öðru hvoru. Nú seinast með leiðbeiningum um hvernig á að lita á sér skeggið.
George Bush. Hvað ætli honum hefði tekist að gera ef það hefðu ekki verið nein hryðjuverk? Ég giska á að hann hefði fundið einhverja afsökun til að komast í stríð við Írak. Það getur haft áhugaverðar afleiðingar fyrir efnahaginn að fara í stríð. Yfirleitt slæmar. Það er eiginlega ekki hægt að fara almennilega yfir áhrif þessa gæja á efnahaginn því þessi stríð hans bjaga það allt.
Hann lagði mikla áherzlu á menntun. Hann setti af stað "No Child Left behind" prógrammið, sem var allt að því Sænskt. Og ku hafa haft slæmar aukaverkanir. Þ.e. hægja á gáfaða liðinu og troða vitleysingum áfram.
"After being re-elected, Bush signed into law a Medicare drug benefit program that, according to Jan Crawford Greenburg, resulted in "the greatest expansion in America's welfare state in forty years;" the bill's costs approached $7 trillion."
Maðurinn er farinn að hljóma afar vinstri sinnaður, er það ekki?
"In 2006 Bush declared the Northwestern Hawaiian Islands a national monument, creating the largest marine reserve to date."
Ekki batnar það.
Ekki beint hægrisinnaðasti maður í heimi. En, eins og leftista er siður, þá upphrópa þeir alla sem eru vinstrisinnaðir í aðeins öðrum hlutföllum en þeir sjálfir. Hægri Öfgamenn. Skil ekki af hverju, en grunar að það sé vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um, og eru bara í einhverju liði.
Bandaríkjamenn mega vera honum eilíflega þakklátir fyrir að hafa ekki skrifað undir Kýótó bókunina. Veit ekki með allt hitt. Ég er ekki viss um að hægt sé að kenna honum um stríðin. Þó voru ekki auðveldlega umflúin. Ég bendi aftur á að þessi gæji er ekki einræðisherra.
G.W Bush? Unninn af hryðjuverkamönnum.
Í dag eru 8 ár síðan Hryðjuverkamennirnir unnu.
Og hvernig unnu þeir?
Fyrir 8 árum var flestum slétt sama um utanríkisstefnu USA. Núna keppist fjöldinn allur af liði um að útmála hana sem eitthvað ógurlegt. Sama fólk veit líklegast minnst hver utanríkisstefna USA er. Reyndar er ég hreint ekkert viss um að allir þingmenn USA viti hver hún er.
USA er nú með setulið í Afganistan. (Írak kemur 11/9 ekkert við.) Það kostar fullt af pening. Góða hugmyndin var, að í Afganistan var aðal Al-Kæda sellan. Og nú eru þeir allir að berjast við talibana, sem er svar Afgana við VG á Íslandi. Í afganistan virkar ekki 90% af tækjabúnaði USA, því 90% af tækjabúnaði þeirra er til þess að leita að tækjabúnaði sem er einfaldlega ekkert notaður í Afganistan.
Flugavallaröryggi. Jamm. Enga vökva... engar naglaklippur... það þarf að X-reya, þefa, káfa á og róta í gegnum. Og ekki bara farangurinn. Afar uppörvandi. Hér áður var aðal-afsökunin fíkniefnaleit.
Hafnaröryggi. Hafiði séð girðinguna umhverfis Friðarhöfn? Hugsið ykkur nú, ef þið væruð terroristar, og þið ætluðuð að bora gat á eins og eitt skip. Þessi girðing, myndi hún skifta máli? Já. Hún héldi lögreglunni og forvitnum augum frá um stund.
Bjarnason Army. Til að berjast við hryðjuverkamenn. Og Mafíur (sem er skv skilgreiningu, tveir menn með kúbein), fíkniefnadjöfulinn (sem er 1-2 % af þýðinu, alltaf, sama hvað), blaðamenn sem tala illa um þingmenn í ráðandi flokkum, hávær smábörn, fólk með rautt hár, fólk með nafn sem byrjar á Z og tölustafinn 4.
Gvantanamo Bay. Þetta fer í sögubækurnar við hliðina á Spænska Rannsóknarréttinum og KGB. Það skiftir engu máli hve mikill bófi sá er sem fer í þetta batterí, það lítur alltaf jafn illa út fyrir kanann, ekki hryðjuverkamennina. Sem er svo ógeðslega flott múv að það er ótrúlegt. Það er eins og þeir vissu að þetta myndi gerast.
Osama Bin laden. Maðurinn er að verða eins og Elvis. Hann sést á fjarlægum eyðimerkurkaffihúsum, um borð í geimskipum með Stórfæti, Grýlu & Leppalúða, á Balli með Landi & Sonum og á fleiri stöðum. Það eru til Osama Bin Laden eftirhermur. Svo gefur hann alltaf út myndband öðru hvoru. Nú seinast með leiðbeiningum um hvernig á að lita á sér skeggið.
George Bush. Hvað ætli honum hefði tekist að gera ef það hefðu ekki verið nein hryðjuverk? Ég giska á að hann hefði fundið einhverja afsökun til að komast í stríð við Írak. Það getur haft áhugaverðar afleiðingar fyrir efnahaginn að fara í stríð. Yfirleitt slæmar. Það er eiginlega ekki hægt að fara almennilega yfir áhrif þessa gæja á efnahaginn því þessi stríð hans bjaga það allt.
Hann lagði mikla áherzlu á menntun. Hann setti af stað "No Child Left behind" prógrammið, sem var allt að því Sænskt. Og ku hafa haft slæmar aukaverkanir. Þ.e. hægja á gáfaða liðinu og troða vitleysingum áfram.
"After being re-elected, Bush signed into law a Medicare drug benefit program that, according to Jan Crawford Greenburg, resulted in "the greatest expansion in America's welfare state in forty years;" the bill's costs approached $7 trillion."
Maðurinn er farinn að hljóma afar vinstri sinnaður, er það ekki?
"In 2006 Bush declared the Northwestern Hawaiian Islands a national monument, creating the largest marine reserve to date."
Ekki batnar það.
Ekki beint hægrisinnaðasti maður í heimi. En, eins og leftista er siður, þá upphrópa þeir alla sem eru vinstrisinnaðir í aðeins öðrum hlutföllum en þeir sjálfir. Hægri Öfgamenn. Skil ekki af hverju, en grunar að það sé vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um, og eru bara í einhverju liði.
Bandaríkjamenn mega vera honum eilíflega þakklátir fyrir að hafa ekki skrifað undir Kýótó bókunina. Veit ekki með allt hitt. Ég er ekki viss um að hægt sé að kenna honum um stríðin. Þó voru ekki auðveldlega umflúin. Ég bendi aftur á að þessi gæji er ekki einræðisherra.
G.W Bush? Unninn af hryðjuverkamönnum.
miðvikudagur, september 10, 2008
Dagur 190 ár 4 (dagur 1650, færzla nr. 713):
Átti ekki að vera heimsendir í dag? Var honum kannski frestað vegna veðurs? Ég veit ekki...
Jæja. Hvað gerum við meðan við bíðum eftir heimsendi? Nú, við spilum smá músík:
Og frá CERN:
Getum ekki beðið eftir heimsendi eftir að hafa heyrt þetta.
Átti ekki að vera heimsendir í dag? Var honum kannski frestað vegna veðurs? Ég veit ekki...
Jæja. Hvað gerum við meðan við bíðum eftir heimsendi? Nú, við spilum smá músík:
Og frá CERN:
Getum ekki beðið eftir heimsendi eftir að hafa heyrt þetta.
mánudagur, september 08, 2008
Dagur 188 ár 4 (dagur 1648, færzla nr. 712):
Þá er komið að því aftur: Kvikmynd kvöldsins!
Í þetta sinn er það hið ódauðlega listaverk "Horror Express," frá 1973. Í myndinni leika elstir Christopher Lee, Peter Cushing & Telly Savalas, ef einhver veit hverjir það eru. Voru. Fer eftir ýmsu.
Aldrei þessu vant er þetta nokkuð góð mynd, svo... fáið ykkur popkorn og leyfið henni að rúlla.
Þá er komið að því aftur: Kvikmynd kvöldsins!
Í þetta sinn er það hið ódauðlega listaverk "Horror Express," frá 1973. Í myndinni leika elstir Christopher Lee, Peter Cushing & Telly Savalas, ef einhver veit hverjir það eru. Voru. Fer eftir ýmsu.
Aldrei þessu vant er þetta nokkuð góð mynd, svo... fáið ykkur popkorn og leyfið henni að rúlla.
fimmtudagur, september 04, 2008
Dagur 184 ár 4 (dagur 1644, færzla nr. 711):
Ef maður myndi ætla að kaupa nýjan bíl í dag, þá virðist einungis standa til boða að festa kaup á tvenns konar bíl: bíl sem er ljótur og stór, og bíll sem er lítill og ljótur. Litlu bílarnir eyða frekar litlu, en það sést ekkert út úr þeim vegna styrktarbita hér og þar, og stóru bílarnir eyða meira en 1930 módel Cadillac V-16. Óháð þessum breytum er svo vandamál hve dýrir partarnir eru. Þú rekst utan í staur, og þá kostar stuðari á Yaris meira en bíllinn.
Þetta er að sjálfsögðu óþolandi, en ég er með lausn, eins og alltaf:
Í kanada eru einhverjir gaurar að framleiða 1969 módel Chevrolet Camaro, bæði heila bíla og parta. Af hverju? Ja: "Those of us who want a vintage race car but can’t bring ourselves to cut up an original car can now hack at will."
Kanadískur 2004 Camaro.
Þetta er ekki nema 1700 kíló með 302 mótor, svo ef einhver vill frekar hafa aðra vél, er ekkert mál að redda því. Diesel, til dæmis? Eða Boxer? Þessi bíll væri ekki nema svona 1500 kíló með Honda 2000 vél. Eða rafmótor? Hver segir að rafbílar þurfi að vera ljótir? Og fáir þú bíl með standard V-8, er alltaf hægt að laga hana með hamri, nú eða skrúfjárni ef eitthvað fínt hefur aflagast.
Fyrir ekkert mikið meiri pening er svo hægt að fá 1957 Corvettu. Það þarf hinsvegar að púsla henni aðeins saman. Það tekur tíma og er fyrirhöfn. Maður lítur á þetta eins og 1:1 módel. Og það þarf minna lím.
Það er þess vegna hægt að fá bara boddíið og setja innvols úr einhverju allt öðru þarna. Ég vitna aftur í heimasíðuna: "It’s now feasible to build a ’69 Camaro without a single GM part" Og þetta mun ekkert nauðsynlega kosta neitt meira en nýr bíll.
Ef peningarnir eru eitthvað byrjaðir að þvælast fyrir manni er alltaf hægt að fá sér Bugatti, nú eða Cord, framleiddan bara áðan. Svona Cord myndi kosta $75.000, eða um 12 millur hingað kominn, sem er minna en Landcuiser, en svo miklu flottari bíll. Ég meina, lítur einhver við ef hann sér Landcruiser?
Cord.
Fyrir enn meiri pening, eða um 30 millur, er hægt að fá 1955 eða 57 Bel Air. Nýjan. Sem er allt of mikið fyrir hvaða bíl sem er.
Ef maður myndi ætla að kaupa nýjan bíl í dag, þá virðist einungis standa til boða að festa kaup á tvenns konar bíl: bíl sem er ljótur og stór, og bíll sem er lítill og ljótur. Litlu bílarnir eyða frekar litlu, en það sést ekkert út úr þeim vegna styrktarbita hér og þar, og stóru bílarnir eyða meira en 1930 módel Cadillac V-16. Óháð þessum breytum er svo vandamál hve dýrir partarnir eru. Þú rekst utan í staur, og þá kostar stuðari á Yaris meira en bíllinn.
Þetta er að sjálfsögðu óþolandi, en ég er með lausn, eins og alltaf:
Í kanada eru einhverjir gaurar að framleiða 1969 módel Chevrolet Camaro, bæði heila bíla og parta. Af hverju? Ja: "Those of us who want a vintage race car but can’t bring ourselves to cut up an original car can now hack at will."
Kanadískur 2004 Camaro.
Þetta er ekki nema 1700 kíló með 302 mótor, svo ef einhver vill frekar hafa aðra vél, er ekkert mál að redda því. Diesel, til dæmis? Eða Boxer? Þessi bíll væri ekki nema svona 1500 kíló með Honda 2000 vél. Eða rafmótor? Hver segir að rafbílar þurfi að vera ljótir? Og fáir þú bíl með standard V-8, er alltaf hægt að laga hana með hamri, nú eða skrúfjárni ef eitthvað fínt hefur aflagast.
Fyrir ekkert mikið meiri pening er svo hægt að fá 1957 Corvettu. Það þarf hinsvegar að púsla henni aðeins saman. Það tekur tíma og er fyrirhöfn. Maður lítur á þetta eins og 1:1 módel. Og það þarf minna lím.
Það er þess vegna hægt að fá bara boddíið og setja innvols úr einhverju allt öðru þarna. Ég vitna aftur í heimasíðuna: "It’s now feasible to build a ’69 Camaro without a single GM part" Og þetta mun ekkert nauðsynlega kosta neitt meira en nýr bíll.
Ef peningarnir eru eitthvað byrjaðir að þvælast fyrir manni er alltaf hægt að fá sér Bugatti, nú eða Cord, framleiddan bara áðan. Svona Cord myndi kosta $75.000, eða um 12 millur hingað kominn, sem er minna en Landcuiser, en svo miklu flottari bíll. Ég meina, lítur einhver við ef hann sér Landcruiser?
Cord.
Fyrir enn meiri pening, eða um 30 millur, er hægt að fá 1955 eða 57 Bel Air. Nýjan. Sem er allt of mikið fyrir hvaða bíl sem er.
þriðjudagur, september 02, 2008
Dagur 182 ár 4 (dagur 1642, færzla nr. 710):
Það var mollu hiti í dag. Og reyndar núna.
Hvað um það. Nú er ég að reyna að skrifa á þessa fjandans tölvu. Þetta Apple crap. Það er svo lélegt á þessu lyklaorðið að ég á ekki orð. Og á erfitt með að skrifa orð líka.
1: Það er búið að víxla Z takkanum og Y takkanum. Meikar sens? Svo er ö þar sem ð er, é í stað æ og margt fleira skemmtilegt.
2: Þó ég ýti á takka, þarf ekkert að vera að það komi stafur. Speisbar virkar ekki nema ég ýti vel og lengi á hann. Sem þýðir að ég er svona tvöfalt lengur að skrifa á þetta en venjulegt takkaborð. Ég þarf að fara til baka í hverri einustu setningu til að BÆTA VIÐ stöfum sem nenntu ekki að koma i fyrstu yfirferð.
3: Það er óergónómískt og ljótt.
Ég botna ekkert í þessu.
Það var mollu hiti í dag. Og reyndar núna.
Hvað um það. Nú er ég að reyna að skrifa á þessa fjandans tölvu. Þetta Apple crap. Það er svo lélegt á þessu lyklaorðið að ég á ekki orð. Og á erfitt með að skrifa orð líka.
1: Það er búið að víxla Z takkanum og Y takkanum. Meikar sens? Svo er ö þar sem ð er, é í stað æ og margt fleira skemmtilegt.
2: Þó ég ýti á takka, þarf ekkert að vera að það komi stafur. Speisbar virkar ekki nema ég ýti vel og lengi á hann. Sem þýðir að ég er svona tvöfalt lengur að skrifa á þetta en venjulegt takkaborð. Ég þarf að fara til baka í hverri einustu setningu til að BÆTA VIÐ stöfum sem nenntu ekki að koma i fyrstu yfirferð.
3: Það er óergónómískt og ljótt.
Ég botna ekkert í þessu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)