þriðjudagur, september 02, 2008

Dagur 182 ár 4 (dagur 1642, færzla nr. 710):

Það var mollu hiti í dag. Og reyndar núna.

Hvað um það. Nú er ég að reyna að skrifa á þessa fjandans tölvu. Þetta Apple crap. Það er svo lélegt á þessu lyklaorðið að ég á ekki orð. Og á erfitt með að skrifa orð líka.

1: Það er búið að víxla Z takkanum og Y takkanum. Meikar sens? Svo er ö þar sem ð er, é í stað æ og margt fleira skemmtilegt.
2: Þó ég ýti á takka, þarf ekkert að vera að það komi stafur. Speisbar virkar ekki nema ég ýti vel og lengi á hann. Sem þýðir að ég er svona tvöfalt lengur að skrifa á þetta en venjulegt takkaborð. Ég þarf að fara til baka í hverri einustu setningu til að BÆTA VIÐ stöfum sem nenntu ekki að koma i fyrstu yfirferð.
3: Það er óergónómískt og ljótt.

Ég botna ekkert í þessu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli