fimmtudagur, september 04, 2008

Dagur 184 ár 4 (dagur 1644, færzla nr. 711):

Ef maður myndi ætla að kaupa nýjan bíl í dag, þá virðist einungis standa til boða að festa kaup á tvenns konar bíl: bíl sem er ljótur og stór, og bíll sem er lítill og ljótur. Litlu bílarnir eyða frekar litlu, en það sést ekkert út úr þeim vegna styrktarbita hér og þar, og stóru bílarnir eyða meira en 1930 módel Cadillac V-16. Óháð þessum breytum er svo vandamál hve dýrir partarnir eru. Þú rekst utan í staur, og þá kostar stuðari á Yaris meira en bíllinn.

Þetta er að sjálfsögðu óþolandi, en ég er með lausn, eins og alltaf:

Í kanada eru einhverjir gaurar að framleiða 1969 módel Chevrolet Camaro, bæði heila bíla og parta. Af hverju? Ja: "Those of us who want a vintage race car but can’t bring ourselves to cut up an original car can now hack at will."



Kanadískur 2004 Camaro.

Þetta er ekki nema 1700 kíló með 302 mótor, svo ef einhver vill frekar hafa aðra vél, er ekkert mál að redda því. Diesel, til dæmis? Eða Boxer? Þessi bíll væri ekki nema svona 1500 kíló með Honda 2000 vél. Eða rafmótor? Hver segir að rafbílar þurfi að vera ljótir? Og fáir þú bíl með standard V-8, er alltaf hægt að laga hana með hamri, nú eða skrúfjárni ef eitthvað fínt hefur aflagast.

Fyrir ekkert mikið meiri pening er svo hægt að fá 1957 Corvettu. Það þarf hinsvegar að púsla henni aðeins saman. Það tekur tíma og er fyrirhöfn. Maður lítur á þetta eins og 1:1 módel. Og það þarf minna lím.

Það er þess vegna hægt að fá bara boddíið og setja innvols úr einhverju allt öðru þarna. Ég vitna aftur í heimasíðuna: "It’s now feasible to build a ’69 Camaro without a single GM part" Og þetta mun ekkert nauðsynlega kosta neitt meira en nýr bíll.

Ef peningarnir eru eitthvað byrjaðir að þvælast fyrir manni er alltaf hægt að fá sér Bugatti, nú eða Cord, framleiddan bara áðan. Svona Cord myndi kosta $75.000, eða um 12 millur hingað kominn, sem er minna en Landcuiser, en svo miklu flottari bíll. Ég meina, lítur einhver við ef hann sér Landcruiser?



Cord.

Fyrir enn meiri pening, eða um 30 millur, er hægt að fá 1955 eða 57 Bel Air. Nýjan. Sem er allt of mikið fyrir hvaða bíl sem er.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli