þriðjudagur, september 30, 2008

Dagur 210 ár 4 (dagur 1670, færzla nr. 721):

Jæja. Ég fór í Ríkið áðan. Til að borga vísa reikninginn.

Merkilegt dæmi það. Eigendurnir fóru í Seðlabankann til að slá þá um smá lán, og skömmu seinna á Ríkið bankann. Hvernig virkaði það? Eru Ríki í öðrum löndum líka að stunda svona hostile takeover?

Það er svona að eiga ekkert lausafé.

Samt: útskýringarnar sem komu frá þeim hljómuðu ekki rétt...

"Við vorum að bjarga sparifé..." sagði einn.

Ég heyrði um daginn, nokkrum sinnum reyndar, að Bankarnir eru tryggðir fyrir slíku hjá einhverju batteríi - sparifjáreigendur fá allt greitt sem er undir vissri upphæð. Sú upphæð var ca. 2.5 milljónir. Svo, ef maður á 2.500.001 krónu þegar bankinn fer á hausinn, þá fær maður allt nema þessa einu krónu.

Svo það hljómar ekki alveg rétt. Nema Glitnir sé ekki með slíka tryggingu?

Davíð var samt með grunsamlegustu söguna: hann sagði að verðið á Glitni væri að lækka svo ört. Úr 15 niður í ekkert yfir helgina. Það var línurit sem sýndi þetta og allt á RÚV í gær.

Sem fékk mig til að hugsa: hvaða markaðir eru opnir yfir helgina? Bréfin lækka ekkert um helgina, því það eru engin viðskifti þá. Hvergi í heiminum. Hvaðan kom þá þetta línurit?

Skrýtið.

Og auðvitað hefur þessi aðgerð styrkt efahaginn í landinu gífurlega, og Krónuna. Já. Hún rauk upp! Já. Fyrir helgi kostaði dollarinn 99 krónur. Núna (30.9.2008 kl. 15:34) kostar hann 106 krónur!

Mmm...

Þessi aðgerð hefur í augnablikinu haft öfug áhrif. Jæja. Bankinn fer allavega ekki á hausinn á meðan Ríkið á hann. Sjáið bara RÚV. Ekki er það batterí á hausnum.

***

Af hverju er klukkan 10 mínútum á eftir?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli