þriðjudagur, september 16, 2008

Dagur 196 ár 4 (dagur 1656, færzla nr. 716):

Enginn heimsendir hefur orðið ennþá. Sviss hefur ekki springið í loft upp útaf þessu Cern apparati. Fellibylurinn... eitthvað hefur ekki lagt USA í rúst, og komið af stað heimstyrrjöld sem endar óumflýjanlega á því að við logsjóðum fullt af járnarusli á bílana okkar og förum að búa í eyðimörkinni.

Það gæti verið að leggjast yfir okkur smá heimskreppa, sem gæti leitt út í stríð. Ætli helstu sjónvarpsstöðvar séu tilbúnar með svona CGI lógó og músík, svona ef svo færi?

Þið vitið hvernig þetta er alltaf: það byrjar ófriður, og um leið eru allar rásir komnar með svona hreyfanlegt lógó með eldi og öllum græjum: "Crisis in Somewhere!" Dum dum dum.

Það eru einhverjir gaurar í dimmum kjallara hverrar stórrar rásar sem dunda sér við það dag og nótt að upphugsa og útfæra þessi lógó, er ég viss um. Svo gæti þetta verið bara eins og screen-saverinn - það eru bara settir inn viðeigandi stafir, og svo ýtt á plei, og... voila!

Kannski ætti að vera meira af þessu?

Ógnvænleg músík, eldur... svo kemur letrið upp, voða shiny og fínt, snýst í hringi og skellur saman með miklum látum:

"Ölvun Í Miðbænum!"

Gott er að hafa blaktandi fána þarna bakvið eldinn. Það er alltaf voða krísulegt. Svo getur fréttaliðið verið með mann á staðnum. Allir talandi voða alvarlega. Og hátt.

Eða svona:

Ógnvænleg músík, eldur (það er alltaf ógnvænleg músík og eldur), svo kemur letrið fljúgandi, sprengingar og læti, fáni, jafnvel tveir fánar, rifnir fánar til að undirstrika alvarleik málsins:

"Krakkarnir á Leikskólanum Síðuseli Syngja!"

Drunur.

Svo sést fréttamaður á vetvangi tala voða hátt og halda um annað eyrað á sér eins og svo oft í svona hræðilegum krísum áður en krakkarnir eru þvingaðir til að syngja í gúrkutíðinni.

Já.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli