Dagur 204 ár 4 (dagur 1664, færzla nr. 719):
Í gær var bíó. Háskólinn í RKV var að sýna hið heimsfræga listaverk "Who killed the electric car." Reynir átti hugmyndina að því.
Hefði átt að hafa með popp, en það var ekki tími.
Hvað um það, það var farið nokkuð vel yfir það af hverju það eru ekki fleiri rafbílar á götunni.
Eitt af því er einfaldlega að vélaframleiðendum mislíka allar breytingar. Ef þeir hefðu fengið að ráða værum við enn með sömu mótora í öllum bílum og T-Ford. En nei - við erum með blokkir sem eru flestar 30 ára eða svo. Það er bara stutt síðan það var hætt að framleiða 460 mótora, sem var byrjað með uppúr 1960. Sama 1400 vélin hefur verið í Corollu síðan byrjað var að hafa þeir framdrifnar þar til... gott ef sama blokkin er ekki enn í nýja bílnum, bara með nýjum raftækjum boltuðum ofaná.
En það er ástæða fyrir því: það kostar handlegg og fótlegg að breyta því. Best að geyma það þar til verksmiðjan er úr sér gengin - jafnvel þá - það kostar að hanna nýja hluti. Meira en þið trúið.
Minnst vesen væri bara að smíða sér sinn eigin bíl:
Þið þurfið: Rafhlöður. Þetta eru fínar rafhlöður. Þið þurfið nokkrar svona.
Mótor. Þeir eru með margar gerðir. Þið getið fengið 100 hestafla, 75 hestafla, eða minna. Fer eftir hve stóran bíl þið ætlið að setja saman. Gætuð þurft tvo.
Þessi er allt að 500 hestöflum. Sem er náttúrlega miklu betra. Eða þessi, sem er líka allt að 500 hestöfl.
Hver þarf meira en 500 hestöfl í snattið? Gerum okkur líka grein fyrir því að þetta er rafmótor. Það er engin skifting, þannig að ef einhver stígur á pedalann þá kemur bara öll orkan... bara hafið það í huga.
Og svo þarf yfirbyggingu. Hægt væri að fara í Byko, en ég geri ráð fyrir að betra væri að fá sér almennilega yfirbyggingu. Pípulagningabúðin er líka góður staður að byrja á.
Líklega er best að fá hæfan rafvirka til að tengja allt saman, en ef maður treystir sér til... hafið bara í huga að ég er búinn að vara ykkur við því að setja 500 hesta rafmótor í og gefa allt í botn. (Það verður örugglega mjög skemmtilegt. Náið því á mynd ef þið reynið. Beint á youtube!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli