Dagur 198 ár 4 (dagur 1658, færzla nr. 717):
Byrjum á þessu: Hérna er græja til að breyta MPG í lítra á 100km.
Þetta segir okkur, að ef bíllinn þinn eyðir 9 á hundraðið, þá kemst hann 26 MPG. Sniðugt?
Allt í lagi: Þetta er Borgward:
1954-1961 Borgward isabella coupe, nánar til tekið.
Þessi farartæki voru með 4 sílyndra 1500 vél með einföldum blöndung sem afkastaði 60 hestöflum, sem var nóg til að koma bílnum upp í 140 kílómetra hraða, hafði sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, 4 gíra skiftingu, og vó 1 tonn. 50 kíló til eða frá. Þetta apparat mun hafa eytt svona 7-8 (34 MPG) á hundraðið. Það er ekki gefið upp nákvæmlega við hvaða aðstæður, svo ég giska á að það sé annaðhvort í blönduðum akstri eða á langkeyrzlu.
Borgward voru á sínum tíma mjög góðir bílar. þeir biluðu frekar lítið - minna en Benz, til dæmis, og kostuðu ekkert of mikið (fyrirtækið fór á hausinn upp úr 1963 eftir að þeir verðlögðu einn bílinn of lágt).
Þetta er Toyota Yaris:
Yaris er með 3 sílyndra 1000 vél með afar fullkominni beinni innspýtingu, sem gefur 51 hestafl, hefur 5 gíra og nær 150 KMH. Fjöðrunin er sjálfstæð að framan, sýnist mér, en ekki að aftan. Þessi bíll er líka um tonn. Þessi bíll á að eyða svona 5-6 á hundraðið. (47 MPG)
Það tók 50 ár að gera betur en Borgward. Og jafnvel þá vantar uppá hluti eins og sjálfstæða fjöðrun og þessi extra 10 hestöfl (sem eru sennilega ástæðan fyrir þessum 2 auka lítrum sem bíllinn eyðir á hundraðið). En hvað ef Toyotan væri með 1500 vél? Nú, þá myndi hún eyða meiru en Borgward, en væri á móti 40 hestöflum öflugri.
En Borgward lúkkar, á meðan Toyotan lýtur út eins og nýra.
Borgward:
Toyota:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli