miðvikudagur, apríl 08, 2009

Dagur 34 ár 5 (dagur 1859, færzla nr. 781):



Er ekki kominn tími til að velta fyrir sér gangi himintunglanna?

Sennilega ekki.

***

Norður-kóreiska eldflaugin sem allir höfu svo miklar áhyggjur af (mest Japanir, sem voru nokkuð vissir um að hún lenti í garðinum hjá einverjum) brotnaði víst í tvennt og hrapaði í sjóinn. Hitti hvorki geiminn né japan.

Það besta við fréttir frá N-kóreu er þessi asnalegi þulur sem þeir hafa: það er nokk sama hver það er, hann hljómar alltaf eins og hann sé með harðlífi, og það sem hann segir sé mjög alvarlegt. Hann geltir orðin, mjög hátt og snjallt.

Hér er fréttaþulurinn úr N-Kóreiska sjónvarpinu að segja nokkra hluti við okkur:



Þessi gaur hefur sama ræðustíl og forkólfar íslensku vinstriflokkanna*. Fylgist með því næst þegar þig sjáið Jóhönnu, Steingrím, eða þennan litla leiðinlega þarna.

Og hér er ein teiknimynd:


Ég held ekki að það væri neitt meira vit í henni með réttum texta. Jæja...



Hér er önnur sem fjallar um mikilvægi þess að læra hornafræði til þess að geta skotið risastórum blýöntum á bandariskar skipalestir. Þarna er líka andlegur tvíburi Dukes of Hazzard á ferðinni, keyrandi færanlegum eldflaugaskotpalli.

Jæja - einn af þessum dögum koma þessir gaurar einhverju á sporbaug. Gaman er að hugsa til þess að það gæti einmitt verið kjarnorkusprengja sem á að lenda á Tokyo. Slíkur hlutur væri einmitt best geymdur í orbit. Við getum öll vonað að tækniþekking þeirra sé einmitt á því leveli.

Svo segja þeir bara að sprengjan hafi hitt, og það þori enginn að gera árás á þá á móti.



N-Kórea verður líklega ekki valdur að neinu stríði alveg strax. Ég bind enn miklar vonir við Kínverja. Mér finnst það einvernvegin liggja í loftinu.

*þeir sem skilgreina sig sjálfir til vinstri - allir flokkar á landinu eru de facto til vinstri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli