miðvikudagur, apríl 22, 2009

Dagur 48 ár 5 (dagur 1873, færzla nr. 787):

Þetta eru hálfvitar.


"Aðgerð Landhelgisgæslunnar í smyglskútumálinu kostaði 10 milljónir króna, að því er stjórnendur Landhelgisgæslunnar telja."


Vegna þess að þeir notuðu meira en eina þyrlu og skip og meira en 20 manns til að næla í 6 menn á 1 bát og bíl með kerru.

Það þurfti bara 15 menn, mest, og leyfi til að nota tvær trillur.

"Halldór Nellett, ... sagði ... að aðgerðin í smyglskútumálinu hafi ekki verið hættulaus en búið sé að æfa þetta mikið..."

Mikið æft en ekkert hugsað.

"...og Landhelgisgæslan hafi átt mikil og góð samskipti við sérsveit Ríkislögreglustjóra."

Alveg örugglega, og skal enginn um það efast, en um hvað? Kaffi og snúða?

"Hann segir að slíkar æfingar og aðgerðir eins og þessi sem farið var í séu kostnaðarsamar."

Það var óþarfi að kalla út ALLT liðið! Og þyrlur!

„Vissulega kostaði þetta okkur peninga - þessi aðgerð. Við erum að skjóta á einhverjar 10 milljónir og ég sé ekki eftir þeim pening. Ég held að þeim sé vel varið," segir Halldór Nellett."

Vegna þess að þetta var ekkert þinn peningur fokking hálfvitinn þinn!

Sko, svona hefðu þeir geta gert þetta:

Þeir hefðu getað rennt á staðinn á 3 bílum, 5 manns í hverjum bíl, með gas og nokkra riffla. Ég held að M-4 hefði virkað alveg nógu vel í þetta mission.

Til að byrja með bösta þeir gaurana í landi bara á bryggjunni í stað þess að elta þá langar leiðir. Með 15 manna lið með sér er það ekkert mál. Það er hægt að geyma þá einhversstaðar á meðan 10 þeirra fara og elta skútuna. Það er gert svona:

Þeir rölta í bæinn og fá lánaðar 2 trillur.



Svona trilla er miklu hraðskreiðari en einhver skúta. Um borð í hvorri skútu þurfa þeir tvo sérsveitargaura með riffla (af hverju við erum einusinni að bothera með sérsveit er mistery.) Svo ná þeir einfaldlega skútunni, og gera á hana tangarsókn:



Þegar hér er komið við sögu þurfa þeir ekkert annað en að kalla á dílerana og heimta að þeir gefist upp. Ef þeir gera það ekki er hægur vandi bara að leggja að þeim, nú, eða ef þeir skjóta á þá, skjóta á móti:



Skothríðin er bara optonal extra ef allt klúðrast. Með 10 á móti 3 er þetta afar vinnanlegt scenario.

Svona hefði ég gert þetta. Þetta hefði kostað miklu minna en 10 milljónir. Engar þyrlur, ekkert varðskip, afar takmörkuð áhætta. Engir menn rappelandi úr þyrlu niður á skip á ferð. Ekkert showoff. Bara niðurstaða.

Hvað myndu þessir asnar eiginlega gera við alvöru innrás? Ef þeir bregðast svona við 6 mönnum, hvernig yrði þeim við að fá svona 20? Og vopnaða í þokkabót? Ég held þeir fengju taugaáfall.



Amen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli