föstudagur, apríl 10, 2009

Dagur 36 ár 5 (dagur 1861, færzla nr. 782):

Árið 1861 hættu Bretar að taka menn af lífi fyrir annað en morð, landráð, njósnir, ofbeldisfull sjórán og því að kveikja í hafnarmannvirkjum eða skotfærageymzlum. Allt fram að því var þetta bara eins og Kína: þú labbaðir yfir götu þar sem ekki var gangbraut og þá fékkstu að hanga.

Alveg eins og fólk vill hafa það hér.

Eftir þetta fækkaði morðum umtalsvert í Bretlandi.

Sama ár fæddist maður að nafni Svínshaus, en hann var víst forseti Finnlands 1931-1937. Já. Allt er nú til.

Þá fæddist líka Hannes Hafstein. Hann vann sér það til frægðar að vera ljóðskáld. Hann var líka á þingi, en gerði ekkert gagn þar frekar en aðrir fyrr eða síðar. Enginn man eftir honum fyrir það, og mun ganga verr og verr að kenna börnum um hann eftir því sem frá dregur vegna þess hve litlaus hann var.

Amma verður alltaf brjáluð þegar ég segi henni hver litlausir og ómerkilegir allir þessir glæpam... stjórnmálamenn fortíðarinnar eru fyrir mér. Ég man ekkert hvað þeir gerðu. Ég bara veit að 500 kallinn var með sýfilis. Það er ekki afrek, nota bena, ekki frekar en það væri sérstakt afrek að fá AIDS.

Ef einhver þeirra hefði heitið Svínshaus er mögulegt að eftir honum hefði verið munað - en þá bara fyrir það. Svona eins og allir muna eftir Þangbrandi, þó enginn muni nákvæmlega hvað hann gerði.

Förum bara yfir feril landsins síðan 1944: höft. Meiri höft. Bönn. Svo upp úr 1980 fer að draga úr bönnum og höftum. Svo 2009: aftur meiri höft og bönn.

Fokking æðislegt. Það er beinlínis merkilegt hve vel okkur hefur þó gengið þrátt fyrir þessa aula.

***

Það er föstudagurinn langi og ekkert að gerast.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli