Dagur 41 ár 5 (dagur 1866, færzla nr. 784):
Sjálfsalinn í kjallaranum er mesta furðusmíð. Þetta er með einhverjum skynjurum, en ekki tökkum, og svo koma ljós á þetta við vissar aðstæður. Það er heilmikið show að opereita þessu dóti.
Þetta er svona eins og spilakassi, nema maður fær oftast nær eitthvað út úr þessu, og þá eitthvað sem er að megninu til ætt.
Það sniðugasta er samt að flest í honum er á venjulegu sjoppuverði, eða þar um bil, nema kókómjólk, sem er seld með meira en 100% álagningu. Enda er alltaf til kókómjólk þarna.
Kemur sér vel á helgidögum, þegar maður nennir ekki að rölta heim til að snæða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli