sunnudagur, apríl 12, 2009

Dagur 38 ár 5 (dagur 1863, færzla nr. 783):

Um helgina hefur verið og verður rauðvín með öllu. Ja, a.m.k morgunmatnum. Það þarf ekki nema eitt glas af því með matnum. Það fer misvel með því sem ég hef í matinn - kjúklinga gordon blö í gær... ekki alveg að gera sig. Kjúklinga bollur í dag - miklu betra.

Það er hvítlaukur og allskyns annað dót í þessum bollum, svo þær eru ansi bragðsterkar. Þetta verður aftur á morgun, mínus hrísgrjón. Þau fara ekki jafn vel með drykknum.

***

Það er ekkert í sjóvarpinu. En það gerir svsem ekkert til, ég nenni ekki að horfa á það hvort eð er. Hef nóg með að sörfa netið, milli þess sem ég dunda mér við að klára þetta sem ég á að skila eftir páska. Því miðar.

Fyrir ykkur hin sem vantar eitthvað að horfa á, þið getið horft á þetta:



Evil Brain from Outer Space! (Japan, 1964)

Þessi mynd hefur það allt: geimverur, ofurhetju, heila í skjalatösku, kjarnorkuhandsprengju og meiri slagsmál en ég hef séð í langan tíma. Og þau eru vel útfærð, merkilegt nokk. Horfið á þetta, þetta verður það frábærasta sem þið sjáið yfir páskana.

Ég ætla að fara að horfa á teiknimyndir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli