Ef þú hefur tvo hópa, og nennir ekki að fara út í svakalegar mælingar til að vita hvort það er einhver munur á þeim, þá er hægt að nota aðferð sem gefur grófa niðurstöðu, og kallast Cohens d.
Það eina sem þarf að vita er meðaltal hópanna og staðalfrávikið í útakinu. Niðurstaðan verður tala á bilinu 1.0 & 0.0. 0.0 er eins og þið getið giskað á, enginn munur. 0.2 er það lítill munur að það þarf að fara í þessar blessuðu flóknu mælingar til að finna hann, 0.5 er sjáanlegur munur, og 0.8 er munur sem er augljós hvaða fífli sem er.
Og nú vitiði ekkert um hvað ég er að tala.
Næst útskýri ég kannski fyrir ykkur raðsummupróf. Þau eru frekar einföld og auðskilin, merkilegt nokk.
En hvað um það...
Úr Bokurano. Einn af þessum þáttum sem fjallar um vélmenni. Það fer alltaf eins: þeir byrja með fullt af persónum, og svo fækkar þeim ört. Ég veit ekki af hverju, en þetta lag minnir mig alltaf voða mikið á Bon Jovi.
Og þá er það þetta,
Engin ummæli:
Skrifa ummæli