laugardagur, maí 08, 2010

Dagur 65 ár 6 (dagur 2257, færzla nr. 907):

Heimurinn er miklu skemmtilegri þegar að er gáð en ég hafði áður haldið; hann er fullur af vélmennum og sæskrímslum og mannætum. Drápsvélmennum sko. Ja, og friðsamlegri vélum...



Þetta verður aldrei leyft hér. Þetta er nefnilega allt of sniðugt, að ég tali nú ekki um hve illilega heimskt fólk getur meitt sig á þessu. Ekki bara verður það rekið á hol, heldur verður það brotið saman líka. Sem er náttúrlega bara töff.

Það eru forljót sæskrímsli þarna ofaní sjónum, við vitum það öll, það hinsvegar vantar hér vélmenni. Reyndar er stórkostlegur skortur á almennum töffleik hér, og hefur alltaf verið.

Spilavíti til dæmis eru töff. Allaf þegar kemst upp um slíkt, er það lagt í rúst.
Átóbanið er töff. Svo auðvitað er ekkert svoleiðis hér. Við höfðum efni á því, og höfum enn. Hey, kostar ekki bensínið yfir 200 kall lítrinn? Hvar er þjónustan?
Súlustaðir eru töff. Þess vegna eru þeir bannaðir.
Bæði vélbyssur og kókaín eru töff, það sannar þetta myndbrot:



Auðvitað er það allt bannað.

Hvað er ekki töff? Lopapeysur, jogging-gallar og hjólhýsi. Það er fátt minna töff en þetta þrennt. Og þetta þrennt fer yfirleitt saman. Það eina sem hugsanlega er minna töff en þetta þrennt, eru vinstri grænir, en þeir og þeirra hugsunarháttur eru einmitt ástæða þess að við erum, og höfum aldrei verið töff. Ekki einu sinni árið 2007. Come on, má ég mynna ykkur á að þá óku allir um á jeppum? Það, skal ég segja ykkur, eru landbúnaðartæki. Ef þið þurfið bíl með drif á öllum er Benz 4matic eða Subaru málið, ekki jeppi. Ef þið finnið hjá ykkur þörf til að draga eitthvað, þá eigiði að aka um á annaðhvort stórum Benz eða Ford Crown Vic.

Fólk, heimurinn er töff, það eru bæði sæskrímsli þar og vélmenni. Þar sem þið eruð hvorugt, þá þurfiði að hafa smá fyrir því að vera töff. Þið getið ekki hangið á spilavítum, sniffandi kókaín, skjótandi úr vélbyssum horfandi á súlustelpur, og það er ekkert átóban... svo... Ég veit ekki hvað þið komist upp með að búa til bökur úr mörgum táningsstelpum, en þið verðið ekki lengi í djeilinu fyrir það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli