Dagur 86 ár 6 (dagur 2278, færzla nr. 920):
Björn Virgill er nú í einhverju veseni út af þessu. Þegar hann frétti þetta á vísi, þá vissi hann ekki að þetta var hann og hans félagar sem var verið að meina. Og það tók hann nokkra stund að átta sig á því - það verð að segja honum það.
Nú er búið að yfirheyra vitni, og þeim ber saman um að þessi blessaða frétt af vísi er ekki beint sannleikanum samkvæm.
Engum var haldið niðri. Enginn var kýldur.
Einhverjum var haldið upp við vegg (veit ekki af hverju, en 14 ára krakkar hegða sér stundum þannig,) af einum aðila, ekki 3 eða 4. Og það ku hafa verið miklu fleiri en 4 á svæðinu - meira en 9. Sem allir klóruðu sér í hausnum yfir fréttinni á vísi.
Ekkert skeði sem skildur eftir svo mikið sem eymsl. Af hverju fór þetta þá í blaðið?
Ég veit það ekki. Þegar ég var í skóla gerðust miklu verri hlutir í hverri viku, en það fór aldrei í fréttirnar. Af hverju?
Jæja, það er a.m.k hætt að skamma Björn. En hann er enn í veseni. Honum var gert að mæta í áhaldahúsið - er mér sagt. Af skólastjóranum. Veit ekki til þess að skólastjórinn hafi nú eða hafi nokkurntíma haft völd til að dæma nemendur í þrælkunarvinnu. Látum í því samhengi liggja milli hluta að þetta er dæmt að óathuguðu máli. Það er annað mál.
Jú, sagt var að það væri til vídjó af þessu. Svo var ekki.
Sem ber okkur aftur að þessu óathugaða máli: lögreglan er komin í málið. Ég nefndi það hér að ofan að það er búið að tala við vitni. Vídjóið sýnir ekkert, vitnin segja að málið séu mestu ýkjur síðan Munchausen var og hét, og það er þegar búið að dæma Björn til þrælkunarvinnu.
Réttarríkishugmyndin er ekki í hávegum höfð þarna.
Allt mjög merkilegt.
Einu sinni voru krakkar skammaðir fyrir stríðni. Nú er það lögreglumál. Ja hérna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli